fbpx

Draumadrengur

Lífið MittMömmubloggTinni & Tumi

Það er sko aldrei leiðinlegt að vera mamma hans Tinna Snæs, þvílíkt draumabarn sem hann er og mér finnst ég alveg svakalega heppin að vera mamma hans. Það hefur verið svo stórkostlegt að fylgjast með þessum fallega strák vaxa og þroskast í næstum þrjú ár núna og hann verður alltaf skemmtilegri, fyndnari og klárari með hverjum deginum sem líður. Engin stund er leiðinleg því allar eru þær partur af þeim karakter sem hann er að verða.

Það hefur verið alveg svakalega gaman að fylgjast með honum verða stóri bróðir, eins og hjá okkur foreldrunum var það ást við fyrstu sýn þegar Tinni Snær sá Tuma sinn. Síðan þá hefur hann lítið hugsað um annað en bróður sinn og hann tekur virkan þátt í heimilislífinu já og uppeldi Tuma. Hann passar uppá að Lúlla sé hjá Tuma sínum, að hann sé með snuddu og já ef hann gubbar eða kúkar er hann fyrstur til að kalla það upp! Mér finnst svo gaman að sjá þessa vináttu milli bræðranna vera að myndast – vonandi verður þetta vinátta sem mun endast þeim ævilangt.

Þessa dagana hættir drengurinn ekki að tala, ég þakka því fyrir að hann er yfirleitt alltaf yngstur á deildinni sinni í leikskólanum og svo áður hjá dagmömmunum sínum. Svo hann fékk alveg svakalega örvun frá eldri börnum. Nú koma því miklir gullmolar uppúr barninu og ég reyni eftir bestu getu að mun að skrifa þá niður svo þeir gleymist ekki. Mig langar að deila með ykkur tveimur skemmtilegum augnablikum sem við mæðginin áttum saman í vikunni.

tinninameit

Hér sjáið þið mynd sem sonur minn bað móður sína um að taka af sér þegar hann var kominn í nýju fötin sem ég keypti handa honum á Miðnæturopnuninni í Smáralind í Name It núna um daginn. Ég keypti tvö dress á hann og hann valdi að fara í þetta – honum fannst úlfarnir alveg svakalega spennandi. Svo þegar ég var búin að klæða hann í þá kom hann með mjög krúttlega beiðni…

Tinni Snær:
Mamma, viltu taka mynd af mér?

Ég gat ekki annað en arkað á eftir honum með myndavélina út á stétt þar sem hann stillti sér upp á sama stað og ég geri þegar ég tek allar lúkk myndirnar mínar og drengurinn byrjaði bara að pósa eins og enginn væri morgun dagurinn. Svo byrjaði hann að hoppa, hann hoppaði og skoppaði og hló og hló eins og enginn væri morgundagurinn.

Í dag vorum við svo á leiðinni til langömmu hans og langafa í vöfflukaffi. Hér í 104 var enginn snjór sjáanlegur þegar við lögðum af stað til ömmu og afa í Garðabæinn. Svo birtust okkur hvítar breiður eftir því sem við keyrðum lengra og lengra, þá heyrðist í mínu manni aftur í…

Tinni Snær:
Mamma! Snjór, ég trúi þessu ekki! Við verðum að taka hann, en fyrst verðum við að setja á okkur hanska því annars verður okkur kalt og það er svo pirrandi :(

Það sem ég hló inní mér af þessum ofur skýrmælta syni mínum sem var sko engan veginn tilbúinn í komu snjósins. Annað en mörg önnur börn sem ég sá myndir af á Facebook í dag sem voru hoppandi kát í snjónum.

Þessa dagana kemst svo fátt annað að en að reyna að tala um það að hann hætti með bleyju. Við erum svoleiðis búin að reyna allt! Það er búið að kaupa bæði setu á klósettið og kopp, við höfum mútað með sælgæti og ís og meirað segja leyft honum að sitja með Ipadinn á koppnum. Nýjasta var svo háþróað koppabingó sem við bjuggum saman sem innihélt svakaleg verðalun og límmiða kerfi. Allt hefur þetta engann árangur borið og við höfum nú sætt okkur við það að þetta mun eflaust taka aðeins lengri tíma en við héldum. Markmiðið var að ná að hætta með bleyju áður en Tumi kom í heiminn en það tókst ekki og nú erum við með tvö bleyjubörn. En ég þekki svo sem ekkert annað svo þetta er bara í góðu lagi ég veit hann hættir þegar hann er tilbúinn til þess. Svo nú í staðin fyrir límmiðakerfi er komið út með ruslið kerfi – því hjálpi mér það er svo vond lykt af þessu! ;)

Þegar Tinni Snær var minni hugsaði ég stundum um það hvort ég myndi einhver tíman sakna þess, þegar hann var lítill og mjög svo þéttur krúttkall! En ég get með sanni sagt að þetta verður bara skemmtilegra og skemmtilegra með hverjum deginum sem líður og mér finnst alveg óendanlega skemmtilegt að bara spjalla við hann Tinna Snæ. Hann er nefninlega uppfullur af alls kyns fróðleik og gullmolum. Svo er hann líka alveg svakalega klár – ég held þau séu ekki mörg þessi tveggja og hálfs árs sem geta þulið upp handritið af Dýrunum í Hálsaskógi og sundið öll lögin í leikritinu meirað segja grænmetisvísuna – eitthvað sem ég hef aldrei getað gert!

Erna Hrund

Japanskur glæsileiki

Skrifa Innlegg