fbpx

Japanskur glæsileiki

Ég Mæli MeðFallegtIlmirLífið Mitt

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Stundum hleypur tíminn alltof hratt frá mér og allt í einu átt ég mig á því þegar mér berast glæsileg tilboð á dásamlegum vörum til eyrna að ég sé ekki ennþá búin að dásama þær við ykkur á blogginu mínu. Það er á stundum sem þessum sem ég átta mig á því að annríki í vinnunni já og þessi dásamlega brjóstaþoka eru alveg að ganga frá hausnum á mér.

Japanska snyrtivörumerkið Shiseido er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hreinlega elska bæði húð og líkamsvörurnar frá merkinu. Nýlega kom á markaðinn nýr ilmur frá þessu fallega merki, ilmur sem mér fannst loksins henta mér og nú get ég loksins sagt að ég hef fundið ilminn frá Shiseido sem ég elska! Þegar ég fæ sýnishorn af nýjum ilmum legg ég sama próf fyrir þá alla, ég prófa þá sjálf og mín fyrstu viðbrögð segja mér sjálfri mjög mikið. Stundum finn ég ilmi sem ég heillast samstundis af, ilmi sem vekja hjá mér hrifningu og gefa mér gæsahúð. Svo prófa ég fólkið í kringum mig, þegar ég fæ spurningar um hvaða ilmvatn ég sé að nota og þegar fólk gengur jafnvel svo langt eins og að labba uppað mér og þefa af mér já og þegar það gerist trekk í trekk og ég er hætt að geta talið hversu oft það gerist þá fær sá ilmur fullt hús stiga hjá mér.

Ever Bloom frá Shiseido er ilmur sem hefur fengið fullt hús stiga í þessum svakalega óhefðbundnu prófunum mínum. Mér finnst þó mjög gaman að pæla í því að bæði þessi ilmur og sá síðasti sem fékk fullt hús stiga í sömu prófum deila ilmtóni en það er ilmur búlgörsku rósarinnar.

everbloom

Toppnótur:
Lotus, Jasmín og búlgörsk rós

Hjarta:
Appelsínublóm og Gardenía

Grunnur:
Hinoki viður og Musk

Ever Bloom er hönnun ilmvatnsgerðarmannsins Aurélien Guichard. Hann vildi hanna náttúrulegan, frískandi blómailm sem myndi sveipa konuna sem klæðist honum dulúð. Þegar hann hófst handa við að hanna ilminn sankaði hann að sér upplýsingum um Shiseido. Hann ákvað að ilmurinn yrði arfleifð snyrtivörumerkisins og í honum myndi austrið mæta vestrinu í nútímalegum og veraldarlegum ilmi.

everbloom2

En það sem kveikti á minninu hjá mér og varð til þess að ég sá þegar ég fór að leita að færslu um þennan ilm á síðunni minni – því ég var viss um að ég hafði skrifað hana – var það að það er 20% afsláttur af öllum Shiseido vörum í Hagkaup út miðvikudaginn. Mig langaði sumsé að deila þessari færslu aftur inná Facebook síðunni minni en neibb, hún var ekki til mér til smá skelfingar. Svo ég dreif mig til og skrifaði hana – hviss bamm búmm!

Hér er á ferðinni einn af mínum uppáhalds ilmum, einn af þessum ilmum sem ég gríp á morgnanna og úða yfir mig, sá ilmur sem ég nota í sturtunni til að gefa húðinni frísklegan ilm, sá ilmur sem ég nota í bodylotioni til að gefa húðinni fallega áferð og góða næringu og ilmurinn sem ég úða í hárburstann minn áður en ég greiði honum í gegnum hárið til að gefa því frísklegan blæ!

Ever Bloom er glæsilegur ilmur sem sómar sér vel sem einn af ilmum þessa glæsilega japanska fegurðamerkis – tékkið á honum, sérstaklega á þessum afslætti ;)

Erna Hrund

Glæsilegar íslenskar vörur

Skrifa Innlegg