fbpx

TRENDNÝTT

AS WE GROW ER BESTA UMHVERFISVÆNA MERKIÐ

FÓLK

Hönnunarmiðstöð segir stolt frá verðlaunum íslenska barnafatamerkisins As We Grow á vefsíðu sinni í dag. Barnafatamerkið var valið besta umhverfivæna merkið af breska miðlinum Junior Magasine. Verðlaunin eru veitt árlega og er As We Grow í hópi flottra merkja sem hlutu verðlaun í ár. Tilnefndir í ár voru, sjá: HÉR

 

„Okkur þykir einstaklega vænt um að fá Eco verðlaunin núna, erum búnar að leggja mikið á okkur í þessum efnum,“ segir Gréta Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri As We Grow en Guðrún Lilja Sigurjónsdóttir er hönnuður merkisins.

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars:
„Eitt af okkar uppáhalds barnafatamerkjum – náttúruleg efni og gæði setur þau á annan stall og sú staðreynd að fötin eru framleidd með mannúðleg sjónarmið að leiðarljósi gerir A We Grow að merki sem aðrir ættu að taka sér til fyrirmyndar.“

Barnafatamerkið As We Grow einblínir á umhverfisvæna fatahönnun þar sem vandað er til verka, bæði við val á efnum og framleiðsluháttum og meginfókus á tímalausar flíkur sem erfast á milli kynslóða. Merkið hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2016.

Skoðið fallegar flíkur As We Grow á heimasíðu þeirra HÉR eða heimsækið verslunina að Garðastræti 4, 101 Reykjavík.

Áfram Ísland!

//
TRENDNET

Áhrifavaldar opna netverslun fyrir smáfólkið

Skrifa Innlegg