fbpx

TRENDNÝTT

Áhrifavaldar opna netverslun fyrir smáfólkið

FÓLK

Áhrifavaldarnir, vinkonurnar og mæðurnar Þórunn Ívarsdóttir og Gyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir kynntust á flugfreyjunámskeiði WOW air en hafði lengi dreymt og mikið talað saman um að byrja með eigið fyrirtæki. Í gær opnuðu þær fallega netverslun, valhneta.is.
Um er að ræða verslun sem selur sérvalin leikföng sem eru opin í báða enda, örva heilaþroska og virkja ímyndunaraflið.  Þær vinkonur

Hvenær kom hugmyndin?
Hugmyndin varð til í göngutúr í hverfinu en við búum hlið við hlið. Boltinn fór fljótlega að rúlla og eyddum við sumrinu í að gera allt tilbúið fyrir opnunina í gær, 1. október. Það var búið að vera langþráður draumur að stofna netverslun og með fyrstu vörunum frá rússneska merkinu Raduga Grez varð draumurinn að veruleika. Sérvalin leikföng sem kallast “opinn efniviður”, örva heilaþroska og virkja ímyndunaraflið.

Hvaðan kom nafnið?
Valhneta kemur úr náttúrunni, en hefur tvöfalda merkingu fyrir litla fyrirtækið okkar. Valhnotutréið táknar náttúrulega efniviðinn sem vörurnar sem við bjóðum upp á eru gerðar úr, og valhnetan hvernig þær stuðla að þroska barnsins. Ef valhneta er opnuð og tekin úr skelinni, lítur hún út ekki ósvipað og heili mannsins, og að borða valhnetur er einnig talið mjög gott fyrir heilastarfsemi.

Skjáskot af Valhneta.is

Þórunn segir þær ætla að taka þetta í litlum skrefum og stækka verslunina á réttum hraða.

“Smátt og smátt er markmiðið að stækka verslunina en einblína á að selja vörur úr náttúrulegum efnivið sem erfast á milli kynslóða, segir Þórunn”

Trendnet óskar þeim innilega til hamingju með litla fallega fyrirtækið sitt. HÉR getið þið skoðað vefverslunina.

 

//
TRENDNET

 

190 MG AF KOFFÍNI - NÝR OG SPENNANDI ÍSLENSKUR KAFFIDRYKKUR

Skrifa Innlegg