fbpx

AÐVENTUGJÖF #4

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSMÁFÓLKIÐ
Færslan er unnin í samstarfi við As We Grow

 

Kæru vinir, mikið hefur verið gaman að gleðja með Aðventugjöfum á Instagram síðasta mánuðinn. Fyrstu gjöfina gaf ég með Andreu í Hafnafirði, númer tvö var frá Norr11 þegar ég gaf Tekla slopp og rúmföt frá sama merki þá kom Hildur Yeoman með jólakjólinn og GHD gaf krullujárn og nú er komið að síðustu gjöfinni sem ég gef með barnafatamerkinu As We Grow. 

Jólin eru hátíð barnanna og þess vegna vil ég gleðja smáfólkið okkar með fjórðu og jafnfram síðustu aðventugjöf þessa árs. Búsett erlendis, elska ég að klæða börnin mín í íslenska hönnun og þar verður engin breyting á. Ég hef ekki talað mikið um As We Grow á blogginu áður en merkið hefur farið sigurför um heiminn með dásamlega vönduðum og hlýjum fatnaði sem lifa lengi.
Merkið var stofnað árið 2012 og í dag fást fötin í yfir 70 verslunum í 10 löndum en einnig á heimasíðu aswegrow.isAs We Grow hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2016 og aðalverðlaun Junior Design Awards, bæði 2017 og 2018
og er á óskalista margra.

Börnin mín voru sæt og fín í gær á leiðinni í skólann í síðasta sinn fyrir jólin. Alba er á þeim aldri að nú þýðir ekkert fyrir miga ð velja á hana föt nema með hennar samþykki. Hún valdi sér “sleeveless dress” í bláu denim og bleika slá yfir sig. G. Manuel er í “Lusa” gollu og “grandpa pants” mér finnst passa vel að klæða hvítar skyrtur með kraga innan undir. Slaufan er í einkaeign (gömul frá Gunna) …

Ég gef hátíðarföt frá toppi til táar “Á HANA” & “Á HANN” og hvet ykkur öll til að taka þátt á Instagram hjá mér: HÉR

Meira úrval af As We Grow klæðum getið þið skoðað: HÉR

 

Jólakossar frá okkur


xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HÉR FINNIÐ ÞIÐ JÓLAKJÓLINN

Skrifa Innlegg