fbpx

Tumadress

JólagjafahugmyndirMömmubloggTinni & Tumi

Ég á svo falleg börn – vissuð þið það? ;) En þau verða einhvern veginn ennþá sætari í fallegum flíkum og ég verð bara að fá að sýna ykkur fallega gallann hans Tumalings sem ég hef fengið mikið af spurningum um síðustu daga. Sonurinn fer ekki úr þessum en hann er alveg fullkominn fyrir veðrið útí núna og þennan mikla kulda. Hann er alltaf heitur þegar hann kemur inn en aldrei kófsveittur.

Screen Shot 2015-12-05 at 3.55.47 PM

(eruð þið búnar að taka þátt í fabelab leiknum þar sem þetta fallega teppi er í boði – ég dreg út í dag;))

Gallinn er úr Alpaca ull sem er ull sem heldur hlýju en hún andar, hún er ofboðslega mjúk svo honum klæjar ekkert og já nú þegar tanntakan er hafin virðist honum finnast alveg sérstaklega gaman að naga hann en þá fær mamman smá tremmakast því flíkin er nú alltof falleg til að naga!

Ég get sko sagt ykkur það að það er gott að eiga góðar vinkonur, þær María, Gréta og Guðrún konurnar á bakvið As We Grow hafa verið í uppáhaldi hjá okkur mæðginunum síðan við hittumst fyrst. Maríu kynntist ég í uppsetningunni á Grease árið 2009 og hefur hún verið mér svo góð alla tíð síðan þá og Grétu og Guðrúnu kynntist ég síðar þegar þær kynntu mig fyrst fyrir vörunum þeirra fyrir rúmum tveimur árum síðan. Síðan þá hafa þær reynst okkur svo vel og glatt okkur með fallegum vörum af og til og gáfu okkur Tuma þennan dásamlega galla fyrir stuttu.

Ég held það séu varla til nógu mörg jákvæð lýsingarorð til að lýsa þessu fallegu vörum, gæðum þeirra og notagildi. Enda er ég liggur við stoppuð útá götu ef það sést glitta í gallann svo fólk geti nú fengið að vita hvaðan hann er. Hrósin eru yfirleitt tengd því hvað barnið er fallegt og hvað það er sérstaklega fallegt í þessum fallega galla :)

tumadress2

Mér finnst svo gott að vera með þann litla í svona heilgöllum svo ég er auðvitað mjög ánægð með þennan prjónaða heilgalla. Hann er fyrir 6 mánaða og eldri miðað við stærðina og það er nú bara flott að byrja að nota svona sem fyrst og bretta bara uppá svo maður geti notað allar þessar fallegu flíkur.

tumadress5

p.s. engar áhyggjur þó molinn sé vettlingalaus því úti var hann í hámark 2 mínútur á meðan smellt var af mynd fyrir jólakort fjölskyldunnar. Alpaca ullin í þessari gersemi hélt honum hlýjum – alveg dásamleg ull!

Sem mamma get ég gefið As We Grow vörunum mín allra bestu meðmæli og þetta eru einhver vönduðustu föt sem til eru fyrir þessi litlu kríli og tilvalin í jólapakkann. Gallann og peysuna nota mínir menn óspart og ég hleypi Tinna Snæ meirað segja í leikskólann í peysum sem hann á frá merkinu enda finnst mér mikilvægt að börn noti fötin sín sérstaklega þegar notagildið er mikið og þegar þau vaxa svo hratt uppúr fötunum sínum þá verður maður að nota þau eins mikið og hægt er.

Erna Hrund

Prufugreiðslu krullur

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

 1. Ingunn Anna

  9. December 2015

  Hæ hæ, dásamlegur strákurinn þinn :)
  Ég hef mikið verið að leita að þessum vörum – finn hvergi upplýsingar um þessar vörur eða úrvalið á netinu??
  Er þetta bara selt í MAIA á laugavegi eða á fleiri stöðum??

  • María Kristín

   15. December 2015

   Sæl Ingunn Anna,

   Við erum með vefverslun, http://www.aswegrow.is og svo má finna okkur á facebook (As We Grow Iceland) og Instagram (aswegrow) :)

   Söluaðilar í Reykjavík eru: Kraum í Aðalstræti, Maia Laugavegi, Spark Design Space á Klapparstíg, Mýrin í Kringlunni og Petit á Suðurlandsbraut.

   Hlýjar kveðjur, As We Grow

 2. Guðný Ævarsd.

  9. December 2015

  Dásamlega fallegur barna samfestingur og yndisleg mynd af ykkur mæðginum :)

 3. Ragnheiður

  9. December 2015

  Hvaðan er húfan þín?

 4. Bára

  9. December 2015

  Flott mæðgin :) Hvaðan er húfan þín ErnaHrund? Virkilega flott …