fbpx

Prufugreiðslu krullur

BrúðkaupHárLífið Mitt

Ég fór í morgun til Fíu minnar í prufugreiðslu fyrir brúðkaupið. Þetta er allt í einu að verða svakalega raunverulegt og nú verðið þið bara að krossleggja með mér fingur að þjóðskrá geti reddað vottorðunum fyrir okkur á föstudaginn svo brúðkaupið verði nú löglegt haha! En annars verður þetta barab flott show ;)

En greiðslan var æðisleg og akkurat eins og ég vildi, þið fáið nú ekki að sjá greiðsluna en hárið verður uppsett og vá hvað það var flott – alveg eins og ég vildi hafa það. Fía byrjaði á því að krulla allt hárið mitt og hún notaði nýja járnið frá HH Simonsen það heitir Rod 10 og er nú komið á innkaupalistann minn. Ég er alltaf með krullujárn með mér í verkefnum en það sem ég á er skammarlega gamalt en ég fæ bara alltaf valkvíða þegar kemur að því að velja mér krullujárn. En með þessu járni fékk ég mjög óreglulegar og náttúrulegar krullur og mér leið eins og ég væri nýkomin úr permanenti svo fínar voru þær. Ég vil svona grófar krullur, óreglulegar og skemmtilega ekta. Greiðslan kom mjög vel út með þessum krullum og ég hlakka til að sýna ykkur útkomina eftir 2. janúar…

Ég prófaði mig aðeins áfram heima með þrífót sem við erum með í láni til að taka myndir svo gæðin eru kannski ekki alveg fullkomin ég þarf að æfa mig en næstu kaup eru einmitt þrífótur svo þarf ég bara að læra á fókusinn svo ég geti reynt að taka bara myndir sjálf og hlífa dáldið Aðalsteini við þessu.

krullur6krullur krullur4

Afsakið gæðin (myndavélin vildi greinilega heldur taka mynd af fallegu kaffivélinni;)) en ég elska hve óreglulegar þær eru. Fía var einmitt að tala um að svo væri ábyggilega flott að sofa á þeim yfir nótt, greiða til og þá yrðu þær enn náttúrulegri.

krullur10

Þetta er klárlega á innkaupalistanum mínum núna, eins og ég segi þá er mitt krullujárn skammarlega gamalt keilujárn úr elko… En HH Simonsen járn hefur lengi verið á óskalistanum og nú hef ég alla vega fundið það sem mig langar í. Ætti að getað notað það á sjálfa mig og aðra og átt svo kannski eitt klassískt keilujárn fyrir meira elegant krullur.

Nú eru bara rúmar 3 vikur í stóra daginn og prufuförðunin er á morgun!

Erna Hrund

Nærandi & græðandi í kuldanum

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1