fbpx

Tinnadress #1

Lífið MittTinni & Tumi

Þá er komið að eldri stráknum að debutera í sinni fyrstu sér dressfærslu en hann hefur áður fengið að deila sviðsljósinu með mömmu sinni. Með Tinnann minn þá hefur mér þótt alveg svakalega skemmtilegt að klæða hann í liti en mér finnst áberandi litir fara honum bara ofboðslega vel og strákamamman nýtur þess að kaupa föt í björtum litum eins og gulu og appelsínugulu. Við Tinni erum líka bara sammála um að þessir litir séu mjög fallegir og því hitti stjörnuflík þessarar færslu í mark þegar við fengum hana að gjöf – eða hann mér finnst peysan bara svo flott og ég vildi svo mikið ég gæti troðið mér í hana…

Screen Shot 2015-09-01 at 11.54.43 AM

Peysa: Sailor Sweater frá As We Grow
Ein sú allra fallegasta flík sem ég hef séð. Gæðin frá þessu fallega íslenska merki eru auðvitað bara einstök og Tinni hefur átt þónokkrar flíkur frá merkinu. Ég tók strax ástfóstri við merkið og sem betur fer tók fólkið í kringum mig eftir því og Tinni hefur fengið flíkur að gjöf frá því en mamma og pabbi gáfu honum svakalega flotta peysu frá merkinu í jólagjöf fyrstu jólin hans Tinna. Þessi er alveg heil og með fallegum rúllukraga og í þessum æðislega appelsínugula lit. Gæðin eru til fyrirmyndar og Alpaca ullin heldur góðum hita á kroppnum hans án þess að honum verði of heitt.

Ljónaheilgalli: Pop Up Shop Petit.is
Það sést reyndar ekkert í hann en þetta er mest notaðasta flíkin í fataskápnum hans Tinna Snæs. Það er ekki bara litli strákurinn sem mamman vill helst að sé sem mest í heilgöllum en stóri elskar þennan. Það er alltaf fjör þegar hann fær að fara í ljónagallanum á leikskólann sem er sirka einu sinni í viku. Frábær flík því það þarf bara sokkabuxur og nærbol innanundir og svo skellum við bara svona fínni peysu yfir til að gefa honum meiri hlýju.

Superman derhúfa: H&M
Já maður getur ekki stjórnað öllu, þessi var keypt í Hollandi í sumar en valið stóð á milli Superman og Angry Birds – af tvennu illu finnst mér þessi þó skömminni skárri ;)

Screen Shot 2015-09-01 at 11.53.59 AM

Þessi appelsínuguli litur var hluti af sumarlínu As We Grow en hún er nú komin í sjúkum haustlit – dökkbláum sem fæst m.a. inná Petit.is – HÉR.

Sem móðir mjög fjörugs drengs þá finnst mér mikilvægt að fötin hans þoli útileik og ég kaupi fáar flíkur sem ekki mega nota í leik og fjör úti. Þessi fína peysa þoli svo sannarlega ýmislegt en hún var mikið notuð í sumar og hefur alveg fengið að fara með í leikskólann. Mér finnst líka að börnum verði að líða vel í fötunum sem þau eru í og þegar Tinni biður um að fá að fara í þessa peysu þá segir það mér að hann sé mjög sáttur með hana.

Fyrsti í Tinnadressi – mér finnst þetta fagnaðarefni, hlakka til að sýna honum færsluna :)

EH

The Black Opium Look

Skrifa Innlegg