fbpx

The Black Opium Look

Þá er komið að annarri augnskuggapallettunni frá Yves Saint Laurent sem ég skrifa um og sýni ykkur hér á blogginu á stuttum tíma. Palletturnar eru báðar alveg óendanlega fallegar og litavalið er glæsilegt  – ég fæ bara smá gæsahúð af því að horfa á þær hlið við hlið. Ég bara dýrka þennan litasmekk sem Creative Directorinn hjá merkinu er allt í einu að sýna okkur því litirnir eru svo fallegir og svona við fyrstu sýn hugsa mögulega margir hvað er í gangi hér – en útkoman er alltaf skotheld eins og mig langar að sýna ykkur hér.

Ég sýndi ykkur s.s. haustpallettuna fyrir nokkrum dögum síðan þið finnið færsluna HÉR. Nú er komið að Black Opium pallettunni eða augnskuggapallettunni sem var sett saman í tilefni komu Black Opium eau de Toilette ilmsins en nú standa yfir YSL dagar í Hagkaup og komu ilmsins og Black Opium lúkksins er fagnað með 20% afslætti af öllum vörum frá YSL fram á miðvikudag.

Hér sjáið þið The Black Opium Look….!

opiumlúkk6

Litirnir og áferðin á augnskuggunum er innblásin af ilminum sjálfum af flöskunni af tilfinningunum sem ilmurinn vekur. Mér fannst svakalega gaman að horfa á augnskuggana þegar ég opnaði pallettuna fyrst, virða þá fyrir mér og búa til förðunina í hausnum mínum. Hún kom jafnvel betur út en ég átti von á. Mér finnst alltaf gaman að vinna með þessa augnskugga því þá má nota bæði þurra eða blauta. Hér geri ég bæði en förðunina sýndi ég skref fyrir skref á Snapchatinu mínu – ernahrundrfj.

opiumlúkk3

Umbúðirnar á ilminum eru auðvitað bara sjúkar og svipa til Parfum útgáfu ilmsins sem kom núna fyrir ári síðan á markað. Nema eau de Toilette ilmurinn er þakinn í bleiku glimmeri á meðan Parfum glasið er þakið í svörtu glimmeri. Svo er pallettan auðvitað í takt við þennan fallega ilm – þakin í æðislegu glimmeri!

Ég fékk lítið prufuglas af ilminum og hann er alveg æðislegur – algjört must test eintak. Ég var mjög hrifin af Parfum útgáfunni og hann er svona alveg svakalega flottur kvöld ilmur og það sem ég elska helst við hann er ilmurinn af bleika piparnum sem gefur svo sætan kryddangan. En ég sé klárlega fyrir mér að segja á mig eau de Toilette á morgnanna og krydda svo enn frekar ilminn með því að úða Parfum yfir hann fyrir kvöldið.

opiumlúkk8

Ég vildi hafa áferð augnanna mjög dramatíska og seyðandi og þá gildir að blanda, blanda, blanda. Ég grunna fyrst augnlokið með uppáhalds augnskuggaprimernum sem er einmitt Couture Eye Primer í lit nr. 1 frá Yves Sain Laurent. Áður en hafist er handa á förðuninni þá þarf bara að leyfa honum að bíða í sirka 30 sek til að virkja hann almennilega. Mér finnst litirnir njóta sín betur með honum og það verður enn þægilegra að blanda augnskuggum á augnlokunum.

 

opiumlúkk

Hér sjáið þið augnskuggana og fyrir neðan nærmynd af augnförðuninni, ég ætla svona að reyna eftir bestu getu að segja ykkur hvernig ég gerði förðunina.

 1. Eftir að primerinn fær tíma til að virka set ég brúngráa skuggann sem er efstur hér á myndinni í globus línuna. Ég set hann í miðja línuna og blanda honum fram og til baka í línunni með stórum blöndunarbursta (Setting Brush frá RT).
 2. Svo tek ég ryð rauða litinn sem er hér neðst á myndinni og geri það sama og í fyrsta skrefinu – set litinn í línuna og blanda með Setting Brush. Svo hefst fjörið, með litlum og þéttum augnskuggabursta með stuttum hárum set ég nóg af augnskugganum í og spreyja svo fix+ frá MAC yfir burstann. Set augnskuggann í miðja globuslínuna, ég doppa augnskugganum þar og tek Setting Brush og blanda blanda blanda, þetta skref endurtók ég til að fá meiri dýpt.
 3. Næst tók ég ljósbleika skuggann og setti hann á mitt aunglokið og með litlum blöndunarbursta Base Shadow Brush frá RT blandaði ég öllu saman.
 4. Svo gerði ég meðfram neðri augnhárunum. Ég byrjaði á grábrúna litnum – setti hann uppvið augnhárin og blandaði og mýkti litinn með stórum blöndunarbursta. Tók svo ryðrauða litinn, setti yfir þann brúna og blanda blanda blanda.
 5. Næst er það svo þessi svarti. Ég tók örlítið af honum og setti alveg yst á augnlokið með förðunarbursta með stuttum hárum. Ég setti bara smá punkt af honum og blandaði honum eiginlega bara á þeim stað bara til að fá smá dýpt í augnlokin.
 6. Að lokum er það svo gyllti augnskugginn sem ég bleytti uppí með fix+ en ég setti hann yfir mitt augnlokið og í innri augnkrókinn og dró hann aðeins niður – en það er það sem mér finnst gera lúkkið pörfekt!
 7. Svo er það bara eyeliner og nóg af þykkingarmaskara!

opiumlúkk9

Ég er sko alveg ástfangin af þessari förðun þó ég segi sjálf frá. Það er um að gera að vera alls ekki hrædd við að nota liti. Ég er nú þegar komin með hugmynd af annarri förðun sem ég get gert með þessum augnskuggum sem er sko allt öðruvísi og það væri gaman að heyra frá ykkur hvort þið mynduð vilja sjá meira af þessari pallettu sem er þó eingöngu til í takmörkuðu upplagi.

Til að fullkomna enn frekar förðunina þá gætuð þið skellt augnhárum á augun til að gera innrömmun augnanna enn veglegri.

opiumlúkk7 opiumlúkk2

En verðum við ekki aðeins að kynnast ilminum betur. Opium er svona þessi ilmur sem við imvatnsáhugafólkið þekkjum vel. Nafnið er gert til að ögra og það er svo sannarlega að sjá á auglýsingunum þar sem tilfinningarnar sem ilmurinn á að vekja eru sannarlega á þeirri bylgjulengd. Eins og þið kannski munið eftir var relaunch á ilmvatninu fyrir um ári síðan en þá fékk ilmurinn fleiri fleiri nýja aðdáendur og hann fékk svona smá yfirhalningu sem er alltaf gaman. En þrátt fyrir endurbætur er haldið í upprunalegu gildi ilmsins og innblásturinn sem ég kann að meta. Þá kom eau de Parfum nú kemur eau de Toilette. Ilmurinn er miklu léttari en sá fyrri hann er sætur en um leið kryddaður, hann er dömulegur en samt með svo fallegum djúpum grunni.

Toppur:
Black Currant – Sítrus ávextir – Pera – Græn Mandarína

Hjarta:
Kaffi – Appelsínublóm – Te – Jasmín

Grunnur: 
Hvítur viður – Hvítt musk

opiumlúkk5

Sjáið varirnar – finnst ykkur þær ekki extra djúsí. Hér nýtti ég tips frá Karen Sarahi með því að setja smá hyljara í miðjar varirnar. Ég setti smá af Touche Éclat gullpennanum í lit nr. 1 í miðjuna á efri og neðri vörunni og þannig ljóma ég miðju varanna upp svo varirnar virðast þrýstnari, hér er ég með Rouge Volupté varalit í lit nr. 1 þetta er uppáhalds varaliturinn minn frá YSL. Ég gerði ekkert meira en það!

Þó lúkkið sé dáldið Black Opium lúkk þá er það líka mikið Touche Éclat lúkk þar sem ég grunna húðina með Blur primernum, farðanum og gullpennanum sjálfum en allt eru það Touche Éclat vörur.

Minni á afsláttinn sem gildir af vörum frá YSL núna fram á miðvikudaginn næsta í Hagkaup Kringlunni, Smáralind og Holtagörðum. 20% afsláttur af öllum vörunum og ef þið kaupið fleiri en eina vöru fáið þið glæsilegan kaupauka. En ásamt pallettunni kom líka varalitur í Opium lúkkinu sem ég held að sé sannarlega þess virði að skoða betur ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

iluvsarahii ♡

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Guðrún

  19. September 2015

  Æðisleg förðun! Persónulega finnst mér rosalega þægilegt að fá svona góðar nákvæmar skriflegar leiðbeiningar á blogginu hjá þér um förðunar look, fyrir okkur sem eru ekki með mestu hæfileikana á þessu sviði er þetta rosalega þægilegt!