fbpx

66°NORÐUR x SOULLAND

ÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐ

English Version Below

Fylgdust ekki allir með Trendnet story í gær? Ég eyddi deginum í Kaupmannahöfn og var í beinni á story þar sem þjóðarstoltið var í hæstu hæðum. Dagurinn byrjaði á Gló (mmm .. ), þaðan lá leiðin á Norr11 event þar sem Íslendingar eru fremstir í flokki (meira um það event síðar), svo var það 66°Norður x Soulland og deginum var síðan lokað með tónleikum hjá Jónsson bræðrum þeim Frikka og Jóni.

Silas Adler – maðurinn á bakvið Soulland

Eins og Helgi kom inná á sínu bloggi fyrr í vikunni þá höfum við beðið spennt eftir samstarfsverkefni 66°Norður og Soulland sem fer í sölu í dag, 6. október. Fatalína sem inniheldur nokkrar fasjón flíkur sem mögulega verður slegist um. Ég held að Íslendingar geri sér ekki almennilega grein fyrir því hversu flott þetta samstarf er, en Soulland er án efa eitt svalasta merkið í Danmörku þessa stundina og hafa verið að vaxa hratt í Evrópu.

Ég tók forskot á sæluna og mætti áður en hófið byrjaði til að getað mátað mínar uppáhalds flíkur úr línunni. Þessar urðu fyrir valinu – dúnúlpa og flíspeysa sem báðar mættu verða mínar í vetur.

Það var rosalega góð mæting á fögnuðinn en Danir hafa tekið íslenska merkinu gríðarlega vel þar sem það hefur stimplað sig inn í tískuelítuna á methraða. Merkið hentar líka einkar vel fyrir markaðinn þar sem fólk hjólar allan ársins hring, þar veitir ekki af flottum útivistarfötum og virðist 66°norður vera að svara þörfum Danans.

Takk elsku Helgi fyrir myndirnar sem ég fæ að birta með hér að neðan.

Team Trendnet hérna megin við hafið –

Þá sjaldan að upptekni betri helmingurinn hefur tækifæri á að mæta með mér á viðburði –

Sigríður Margrét ofurskvísa –


Við Gunni ásamt yfirhönnuði 66°Norður, Völu Melstað –

Áfram Ísland!

//

I went to Copenhagen yesterday and paid a visit at the 66°North store on Sværtegade. The had a launch party for their collaboration with the Danish streetstyle brand Soulland. It’s fun to follow the success of the Icelandic brand and the Danish people seem to be loving it.
It tried some of my favorite items as you can see on the photos above.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HÚKT Á HANDÁBURÐI

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Anna

    6. October 2017

    Vá! Hvað hárið þitt er flott og heilbrigt, Elísabet. Hvaða hárvörur notarðu? Og hvernig færðu svona fallega liði? :O x

    • Elísabet Gunnars

      6. October 2017

      Takk fyrir það Anna … þá sjaldan sem ég hef hárið slegið.
      Ég nota hárvörur frá Maria Nila og hef gert það síðan í vor. Elska þessar vörur og þarf kannski að koma þeim betur að á blogginu við fyrsta tækifæri.
      Ég er með nátturlega liði sem eru misjafnir frá degi til dags. :)