66°NORÐUR x SOULLAND

ÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐ

English Version Below

Fylgdust ekki allir með Trendnet story í gær? Ég eyddi deginum í Kaupmannahöfn og var í beinni á story þar sem þjóðarstoltið var í hæstu hæðum. Dagurinn byrjaði á Gló (mmm .. ), þaðan lá leiðin á Norr11 event þar sem Íslendingar eru fremstir í flokki (meira um það event síðar), svo var það 66°Norður x Soulland og deginum var síðan lokað með tónleikum hjá Jónsson bræðrum þeim Frikka og Jóni.

Silas Adler – maðurinn á bakvið Soulland

Eins og Helgi kom inná á sínu bloggi fyrr í vikunni þá höfum við beðið spennt eftir samstarfsverkefni 66°Norður og Soulland sem fer í sölu í dag, 6. október. Fatalína sem inniheldur nokkrar fasjón flíkur sem mögulega verður slegist um. Ég held að Íslendingar geri sér ekki almennilega grein fyrir því hversu flott þetta samstarf er, en Soulland er án efa eitt svalasta merkið í Danmörku þessa stundina og hafa verið að vaxa hratt í Evrópu.

Ég tók forskot á sæluna og mætti áður en hófið byrjaði til að getað mátað mínar uppáhalds flíkur úr línunni. Þessar urðu fyrir valinu – dúnúlpa og flíspeysa sem báðar mættu verða mínar í vetur.

Það var rosalega góð mæting á fögnuðinn en Danir hafa tekið íslenska merkinu gríðarlega vel þar sem það hefur stimplað sig inn í tískuelítuna á methraða. Merkið hentar líka einkar vel fyrir markaðinn þar sem fólk hjólar allan ársins hring, þar veitir ekki af flottum útivistarfötum og virðist 66°norður vera að svara þörfum Danans.

Takk elsku Helgi fyrir myndirnar sem ég fæ að birta með hér að neðan.

Team Trendnet hérna megin við hafið –

Þá sjaldan að upptekni betri helmingurinn hefur tækifæri á að mæta með mér á viðburði –

Sigríður Margrét ofurskvísa –


Við Gunni ásamt yfirhönnuði 66°Norður, Völu Melstað –

Áfram Ísland!

//

I went to Copenhagen yesterday and paid a visit at the 66°North store on Sværtegade. The had a launch party for their collaboration with the Danish streetstyle brand Soulland. It’s fun to follow the success of the Icelandic brand and the Danish people seem to be loving it.
It tried some of my favorite items as you can see on the photos above.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SPENNANDI HJÁ 66 & SOULLAND

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

English version below

66° Norður virðast vera að hasla sér völl í Danmörku. Þeir hafa þegar opnað tvær verslanir og virðast vera að fara réttar leiðir í sinni markaðssetningu. Fyrir stuttu stóðu þeir fyrir flottu partý með Euroman og Eurowoman þegar tískuvikurnar stóðu sem hæst – meira um það hér hjá Helga Ómars.

Ég hef skrifað áður um væntanlegt samstarf þeirra við Soulland (HÉR) og nú nálgast haustið og því höfum við fengið að sjá meira. Soulland er eitt svalasta streetstyle merki danans um þessar mundir og því nær 66°Norður sér í ansi mörg töffarastig með þessu samstarfi. Íslenska útivistarmerkið virðist vera færa sig lengra og lengra yfir í götutískuna, en það passar mjög vel við tískustraumana sem eru í gangi. Fólk vill kaupa meiri gæði og tæknilegri fatnaður hefur aldrei verið vinsælli.

Soulland átti nýverið mjög vel heppnað samstarf við Nike SB og því er 66°Norður ekki í slæmum félagsskap.

Screen Shot 2016-09-06 at 9.02.25 AM

Soulland meet Eric Koston for Nike SB

Ég er mjög spennt fyrir þessum vörum en það er einhver svalur nördalegur fílingur í þessu sem ég er að elska.
Myndirnar að neðan birtust á síðunni preppybeast.com og ég ætla að fá þær lánaðar.

Skærmbillede-2016-08-30-kl.-13.40.55Skærmbillede-2016-08-30-kl.-13.37.30 Skærmbillede-2016-08-30-kl.-13.39.52Skærmbillede-2016-08-30-kl.-13.36.24 Skærmbillede-2016-08-30-kl.-13.37.12
66°Norður heldur sínum sérkennum og Soulland bætir inn detailum.
Vörurnar eru væntanlegar í verslanir í september og munu að öllum líkindum fást í 66°Norður á Laugavegi en líka í Geysi á Skólavörðustíg (sem selja Soulland á Íslandi).

Þessi dökkblái er á óskalistanum hjá mínum manni og ég væri alveg til í að stelast í hann líka.

Ég fagna því þegar íslensk merki eru að gera svona góða hluti …  Áfram Ísland!

//

I am looking forward to see the new collaboration between the Icelandic 66°North and the danish streetstyle brand Soulland. The products are expected in stores now in September. You can read more about it here.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Á ÓSKALISTANUM

ÓSKALISTINN

English below

Eftir að hafa verið í Rotterdam í nokkra mánuði með sirka 1/4 af fataskápnum var fyndið að koma heim og sjá föt sem ég skildi eftir. Það eru örfáar flíkur sem ég saknaði meðan ég var úti, en restina er ég tilbúin til að losa mig við. Með því að losa sig við hluti fer mann ósjálfrátt að langa í nýja, og ætli það sé ekki í eðli margra. Ég er þó dugleg að skoða og pæla áður en ég tek upp kortið og panta mér nýja hluti, svo ég sé alveg viss um að mig langi alveg svakalega í það sem ég kaupi.

Þessir hlutir eru á óskalistanum mínum núna.

ol2

1. WOOD WOOD Tabby Jacket

2. SOULLAND beanie

3. Y-3 Qasa Elle Lace

4. CARHARTT X’ Riot Pant II

5. HAY Mirror Mirror

After living in Rotterdam for a while with only about 1/4 of my clothes, it was quite funny to come home to all the clothes I left behind. There are only a few garments I really missed while I was abroad, the rest I’m ready to let go. By giving or selling old clothes, I automatically start wanting something new. I guess I’m not the only one who get’s that feeling.  I usually spend some time looking at clothes and considering if they would suit me and my style, before actually buying them.

These items are on my current wish list.

xx

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn

Follow me on instagram: @andrearofn

66°north X Soulland

FASHIONFRÉTTIRÍSLENSK HÖNNUN

English version below

66°Norður hefur verið að “teasa” okkur með samstarfi sínu við danska merkið Soulland á Instagram. Þetta er afar spennandi, en 66 virðist vera að hasla sér völl í Danmörku og á sama tíma færa sig aðeins meira yfir í street style fatnað úr tæknilegum efnum. Það er góð stefna þar sem fatnaður þeirra hefur verið notaður þannig á Íslandi í áraraðir. Þeir eru því að koma með streetstyle fatnað frá einu mest kúl herrafatameki Danans með sínum tæknilegu eiginleikum – SPENNANDI fyrir ykkur strákar! En líka okkur stelpurnar því Soulland er farið að vera notað meira og meira af stelpum í Danmörku og er jakkinn alveg eins hugsaður sem unisex.

Ég setti mig í sambandi við 66°Norður á Íslandi og fékk að heyra að vörurnar séu því miður ekki væntanlegar fyrr en í september, en góðu fréttirnar eru að þær munu líka fást á klakanum góða.

Soulland er danskt herrafatamerki sem hefur tekið hröðum framförum síðustu ár. Hönnuður merkisins var til að mynda valinn hönnuður ársins í Danmörku árið 2012 og vörur þeirra eru seldar í mörgum af vinsælustu verslunum heims – t.d. Colette Paris, Voo Store Berlin, Consil Kaupmannahöfn, og GoodHood London. Það væri því mjög stórt skref fyrir 66°Norður ef þau komast inní þessar verslanir.
Á Íslandi fáum við Soulland í verslun Geysi á Skólavörðustíg.

Hér er smá sneak peak frá Nowfashion og instagram – en kynningarefnið er væntanlegt.

Instagram (@soullandcph & @66north)
Soulland FW16 – in London

4 6 12 14 Screen Shot 2016-01-14 at 11.48.22


Nowfasion – Soulland FW 2016

Soulland-Men-FW16-London-3398-1452362496-bigthumb Soulland-Men-FW16-London-3205-1452361904-bigthumb
//

Here you have some teaser of the collaboration between the Icelandic company 66°north and the danish menswear brand Soulland. I am very exited about the collaboration. 66°north is one of Iceland most successful brands and specialised in outdoor functional clothing. They have in the last years opened two flagship stores in Copenhagen. Soulland is danish, fast growing menswear brand, sold in some of the coolest shops in Europe like Colette (Paris) and Voo (Berlin).
The clothes will be in stores in September – FW16.

 

Áfram Ísland

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR