fbpx

SPENNANDI HJÁ 66 & SOULLAND

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

English version below

66° Norður virðast vera að hasla sér völl í Danmörku. Þeir hafa þegar opnað tvær verslanir og virðast vera að fara réttar leiðir í sinni markaðssetningu. Fyrir stuttu stóðu þeir fyrir flottu partý með Euroman og Eurowoman þegar tískuvikurnar stóðu sem hæst – meira um það hér hjá Helga Ómars.

Ég hef skrifað áður um væntanlegt samstarf þeirra við Soulland (HÉR) og nú nálgast haustið og því höfum við fengið að sjá meira. Soulland er eitt svalasta streetstyle merki danans um þessar mundir og því nær 66°Norður sér í ansi mörg töffarastig með þessu samstarfi. Íslenska útivistarmerkið virðist vera færa sig lengra og lengra yfir í götutískuna, en það passar mjög vel við tískustraumana sem eru í gangi. Fólk vill kaupa meiri gæði og tæknilegri fatnaður hefur aldrei verið vinsælli.

Soulland átti nýverið mjög vel heppnað samstarf við Nike SB og því er 66°Norður ekki í slæmum félagsskap.

Screen Shot 2016-09-06 at 9.02.25 AM

Soulland meet Eric Koston for Nike SB

Ég er mjög spennt fyrir þessum vörum en það er einhver svalur nördalegur fílingur í þessu sem ég er að elska.
Myndirnar að neðan birtust á síðunni preppybeast.com og ég ætla að fá þær lánaðar.

Skærmbillede-2016-08-30-kl.-13.40.55Skærmbillede-2016-08-30-kl.-13.37.30 Skærmbillede-2016-08-30-kl.-13.39.52Skærmbillede-2016-08-30-kl.-13.36.24 Skærmbillede-2016-08-30-kl.-13.37.12
66°Norður heldur sínum sérkennum og Soulland bætir inn detailum.
Vörurnar eru væntanlegar í verslanir í september og munu að öllum líkindum fást í 66°Norður á Laugavegi en líka í Geysi á Skólavörðustíg (sem selja Soulland á Íslandi).

Þessi dökkblái er á óskalistanum hjá mínum manni og ég væri alveg til í að stelast í hann líka.

Ég fagna því þegar íslensk merki eru að gera svona góða hluti …  Áfram Ísland!

//

I am looking forward to see the new collaboration between the Icelandic 66°North and the danish streetstyle brand Soulland. The products are expected in stores now in September. You can read more about it here.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    6. September 2016

    Svo spennandi! x