fbpx

FRÁ TOPPI TIL TÁAR

FRÁ TOPPI TIL TÁARSHOP

Ég ætla að byrja þessa ágætu viku á kauphugmyndum “Frá toppi til táar” – að þessu sinni í haustgírnum. Í tilefni þess að Smáralind umlykur forsíðu Trendnets þessa dagana þá tók ég viljandi saman vörur frá þeirri ágætu verslunarmiðstöð. Er það ekki bara svolítið viðeigandi?

Hér fáið þið dress fyrir hann, hana og smáfólkið okkar –

 

Fyrir hann

Það verða derhúfur við allt í haust , skemmtilegt trend fyrir herrana okkar sem fá ekki alltaf tækifæri á að nota aukahluti eins og við konurnar. Rúllukragi og heyrnatól um hálsin við grófa skó og yfirhöfn sem heldur hita. Gallabuxur í beinu sniði sem krumpast ofan í skóna  –

kk_smara

Heyrnatólk: Beats / Epli.is, Jakki: Cintamani, Derhúfa: Nike/AIR, Buxur: Zara, Peysa: Selected, Skór: Gallerí 17

Fyrir hana

Hér dressaði ég saman stuttermabol undir hlýrakjól (sem er mjög vinsælt um þessar mundir) við Levis 511 snið. Á haustin hef ég verið dugleg að nota létta jakka undir þyngri kápur (layer lúkk sem heldur meiri hita) en það er einmitt það sem ég geri hér að neðan.
Það er eitthvað sem segir mér að þessir skór gætu orðið mikið notaðir í íslenska slabbið sem er framundan (?), frá danska merkinu Shoe the Biz.
Hálsmenið setur punkt yfir i i-ið þegar farið er úr yfirhöfninni (í fleirtölu að þessu sinni) –

kvk

 

Kápa: Selected, Hálsmen: Comma, Jakki: F&F, Bolur: Lindex, Skór: GS Skór, Buxur: Levis 511/ Levis búðin, Hlýrakjóll: Zara

 

Fyrir smáfólkið – Ölbu aldur

Þetta snið á kjól er mjög vinsælt á mínu heimili. Hann má nota fínt en líka hversdags eins og hér þegar ég para hann saman við gallabuxur og hettupeysu. Bomber jakkinn er musthave (mig langar fyrir mína) og ég varð skotnari í húfunni þegar ég sá hvað dúskurinn var fallegur. Bakpoki og Converse skór eru bæði langlíft lúkk fyrir smáfólkið okkar.

smarabarn

Bomber jakki: Lindex, Kjóll: Iglo+Indi, Húfa: Nameit, Hettupeysa: 66°Norður,
Gallabuxur: Zara, Bakpoki: Gallerí17, Skór: Converse/Kaupfélagið


Fyrir smáfólkið – Manuels aldur

Þegar ég vel fatnað á minnsta molann minn vel ég þægindi framar öðru. Samfella með printi við lausar bómullarbuxur og hlýja peysu. Æ svo þessir sætu skór … ég er mjög hrifin af þeim.

barn
Peysa: Lindex, Smekkir: Name it, Húfa: 66°Norður, Samfella: Name it, Kubbar: Lego búðin, Skór: F&F, Buxur: Iglo+Indi

Happy shopping! .. og að þessu sinni í Smáralind. :)

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DAGSINS: GARDENIA

Skrifa Innlegg