Helgi Ómars

SOULAND x 66NORTH VOL 2!

66°NorðurDANMÖRKSTYLE

Ég er þannig séð áhugamaður á 66°Norður, þetta er blanda af ízlendingastolti, og dananum í mér. Merkið hefur stimplað sig svo feitt inná danska markaðinn að það er eiginlega alveg ógeðslega gaman að fylgjast með því. Ég er mjög heppinn að hafa fengið að fylgjast extra vel með en ég hef verið að taka myndir fyrir fyrirtækið af og til og það finnst mér alveg ótrúlega skemmtilegt. Það koma ótrúlega margt magnað fólk að uppbyggingu merkisins, bæði heima og hér úti.

En, Soulland er eitt af svona leading brands hér úti fyrir ykkur sem kannski þekki það ekki. Sjálfur á ég alveg nokkuð margar flíkur frá fyrirtækinu og er hvert collection þeirra á eftir öðru betra, svo mér finnst svo drullu nett að Soulland og 66 eru að vinna saman að flíkum.

Ég var á Íslandi fyrir ekki svo löngu, og þá stalst ég til að taka örfá sneakpeak myndir af flíkunum ásamt því að ég var að fá official myndirnar fyrir samstarfið, sjáið sjálf:

.. og ég stalst í að taka þessar í showroominu;

Sjúklega spennó!!

RUGL SEASON NINU MARKER -

Skrifa Innlegg