fbpx

LÍFIÐ: HELGIN Í HNOTSKURN

LÍFIÐ

Ahh .. ég er svo endurnærð eftir þessa vel nýttu fríhelgi með drengjunum mínum. Gunni fékk óvænt helgarfrí eftir sætan sigurleik á fimmtudaginn og við vorum fljót að pakka ofan í tösku og koma okkur af stað í smá bíltúr. Fyrsta stopp var Kastrup þar sem Alban fékk að kveðja okkur og hoppa yfir til Kristianstad að hitta gömlu vinkonurnar í gamla heima – dýrmætt fyrir hana. 

Ég og mínir menn fullnýttum sólahring í Kaupmannahöfn með allskonar dagskrá og þaðan lá leiðin svo yfir til Malmö þar sem við sváfum seinni nóttina.

KÖBEN:

Albert og Lóa eigendur Lindex á Íslandi og í Danmörku

Það var svo ánægjulegt að ná að vera viðstödd þegar Ísland opnaði fyrstu Lindex verslunina í Danmörku. Það eru þau Lóa og Albert sem opnuðu dyrnar fyrir mjög kaupglöðum Dönum sem fylltu verslunarmiðstöðina tveimur tímum fyrir opnun (!) Ég hélt svo innilega að þetta væri eitthvað séríslenskt dæmi að það myndist raðir fyrir utan opnun á nýrri verslun … en svo er sko aldeilis ekki raunin miðað við þá sturlun sem var í gangi þennan föstudaginn í Fields. Þið sem fylgið mér á IG sáuð það í beinni á story.

Til hamingju með farsæla opnun kæra fjölskylda. Gaman að hafa fengið að fylgjast með ykkur blómstra frá fyrsta degi í þessu ævintýri, þá selduð þið barnaföt í gegnum netið frá Halmstad.

Ég fékk fjöldann allan af fyrirspurnum um þetta sæta Lindex dress sem GM klæddist. Ég hef keypt sambærileg samstæðudress á börnin mín frá því að Alba var lítil, þar verður engin breyting á.

Gunnar Manuel elskaði þetta partý og spjallaði við flest það fólk sem varð á vegi hans, til að mynda Beggu frá Sahara sem leyfði honum að munda linsuna, hann dansaði svo við DJ Dóru Júlíu eftir að hann fékk óskalagið Senorita í spilun. Bara alveg eins og maður á að haga sér á viðburðum sem þessum. ;)
Ég sýndi sóma minn í því að klæðast Lindex peysu og buxum í tilefni af opnuninni. Tók því miður engar betri myndir.

Kaupmannahöfn tók svo fallega á móti okkur að þessu sinni og það var svo gaman að upplifa hana með “ekkert plan” … þeas ég er oftast að heimsækja höfuðborgina í miklu vinnustressi en að þessu sinni vorum við eingöngu að njóta lífsins. Tölvurnar okkar beggja voru þó með í för en ég notaði mína mjög lítið og þá bara þannig að það truflaði ekki notalegheitin.

.. Í besta leðurjakka ever! ala mín kæra AndreA – uppáhalds flíkin mín í augnablikinu.

GM MYNDAR MÖMMU

Ég bað ykkur að hjálpa mér á Instagram, að gefa mér tips um pizza stað til að heimsækja á föstudagskvöldið. Takk kærlega fyrir öll tipsin sem hrönnuðust inn. Gunni vildi heimsæja CANTINA sem er staður sem kom nokkrum sinnum inn í inboxið hjá mér í könnuninni. Gunni hefur borðað þar og vildi endilega að ég fengi að upplifa það líka og því fékk hann að velja úr kommentunum að þessu sinni. Pizzurnar eru æðislegar og ég get mælt með. Ég fékk þó smá leiðinlega upplifun af starfsstúlkunni sem talaði mjög niðurlægandi til mín – ég skil ekki fólk sem velur sér þjónustustörf en getur ekki bara verið ligeglad yfir það heila. Æ kannski leið henni eitthvað illa þennan daginn en ég tók það inná mig og við vildum ekki láta það skemma stemninguna svo tókum pizzurnar bara með okkur heim, sem var voða næs líka.

Æ sá dásemdar sólríki laugardagur! Ekkert plan, margir kaffibollar, róló og rölt. 


Ekki má gleyma hamborgarastoppinu sem við elskuðum mjög. Hafið þið ekki öll smakkað þennan sveitta en mjög svo góða Gasoline? Ég fékk mér Green burger sem var ótrúlega góður.

Kápa: Notes Du Nord 

Tár á hvarmi
G fyrir Gasoline eða G fyrir Green?

 





MALMÖ:

 

Sundays .. kannski ekki eins og ég er vön að njóta sunnudagsins þegar ég er heima en þetta var svo sannlega ekki verra. Vá hvað við fullnýttum mínúturnar og náðum að hitta marga góða vini á nokkrum klukkutímum. Gunni borðaði með okkur brunch en varð svo að vinna á meðan við GM röltum í bænum á milli búða og drukkum kaffi með elsku mæðgunum, Andreu og Aþenu Röfn. Við áttum eftir að hitta fleiri góða vini síðar sama dag.

Luna <3 Manuel segja foreldrarnir… engin pressa samt.
Það er mikilvægt að vinir mínir á meginlandinu viti af Sjöstrand í H&M Home concept verslunum – ánægjuleg nýjung.
Þessi náttföt stálu athygli minni hjá afgreiðslukassanum –
… ég myndi nota þau við hæla og rauðar varir frekar en á nóttinni undir sæng. Líka frá H&M Home.

Þessi vinkona er svo sannarlega í klappliði Konur Eru Konum Bestar. Hún er ein af mínum helstu peppurum og maður finnur það svo sterkt hvað hún heldur mikið með manni. Sem dæmi er hún hér klædd í KEKB bol vol3 en hún hefur keypt þá alla þrátt fyrir að búa í útlöndum. Það ættu allir að eiga eina Tinnu ;)

 

Það besta við daginn var að ég náði stuttu intervali á hótelinu áður en drengirnir mínir vöknuðu. Þannig byrja allir dagar betur. Arnhildur Anna orðaði það líka svolítið vel í færslu gærdagsins, hér.

Ég fer endurnærð inn í nýja vinnuviku. Takk sólargeislar fyrir að gera helgina enn betri.

Náði einhver lesandi að lesa í gegnum alla þessa langloku? High five fyrir þér sem komst í gegnum hana ;)
Ég náði ekki einu sinni að koma öllu að í færslunni en samt er hún orðin alltof löng.

Takk fyrir að fyljast með. Vonandi áttuð þið góðar stundir með ykkar fólki.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

BLEIKAR KAUPHUGMYNDIR ÚR ÍSLENSKUM VERSLUNUM

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sara

    7. October 2019

    ❤ tack för att ni kom och hälsade på i lördags! Alltid lika kul att träffa er! ??

    • Elísabet Gunnars

      7. October 2019

      Det samma – så vackert hem ni har skapat i Malmö <3 hoppas vi ses snart igen