fbpx

Arnhildur Anna

ÉG ÞARF EKKI AÐ ÆFA – ÉG FÆ AÐ ÆFA

Góða kvöldið :)

Ég rakst á þessa mynd á instagramminu hjá Ben Bergeron þjálfara Katrínar Tönju vinkonu minnar fyrir tveimur árum og mér finnst hún svo geggjuð. Þetta virkilega situr í mér. Mér finnst svo mikilvægt að taka engu sem sjálfsögðum hlut og vera ekki að mikla hlutina fyrir okkur.

  • Ég þarf ekki að mæta á æfingar, ég fæ tækifæri til að æfa. Mér finnst ég mjög heppin að hafa næga orku til þess að æfa vel, eiga heilbrigðan og sterkan líkama og fá að æfa alla daga.
  • Ég þarf ekki að vinna, ég fæ að vinna. Vá hvað ég er heppin að vinna á skemmtilegum vinnustað í kringum gott og drífandi fólk. Það eru forréttindi.
  • Ég þarf ekki að eyða tíma með fjölskyldunni og vinkonum, ég fæ tækifæri til þess. Ég á svo gott fólk og stundir með þeim eru ómetanlegar. Mér finnst ég ríkust í heimi og myndi aldrei líta á það sem svo að ég þyrfti að eyða tíma með fólkinu mínu.
  • Ég þarf ekki að borða hollan og næringarríkan mat, það stendur mér til boða. Ég nýt þess að borða hollan og góðan mat sem gerir mig betri og lætur mér líða vel.

 

Það er mun skemmtilegra að horfa á lífið frá þessu sjónarhorni :)

Arnhildur Anna xx

ERTU AÐ FÁ NÆGAN SVEFN?

Skrifa Innlegg