fbpx

Arnhildur Anna

ERTU AÐ FÁ NÆGAN SVEFN?

Síðastliðið ár hef ég pælt verulega mikið í svefninum mínum og fundið út hvað nægur svefn skiptir öllu máli til að dagurinn verði betri og ég afkastameiri.

Eftir að hafa lesið bókina Why we sleep eftir Matthew Walker og hlustað á viðtöl við hann finnst mér standa uppúr að ef við fáum ekki nægan svefn verður líkamsstarfsemin okkar töluvert slakari. Við erum síður tilbúin að takast á við krefjandi verkefni og svefnleysi hefur áhrif á matarlystina okkar, en líkaminn leitar frekar í fljótlega og óholla næringu ef við erum ekki úthvíld. Afleiðingarnar eru margar en hann fjallar ítarlega um þær í bókinni sinni.

En hvað er nægur svefn? Það er ráðlagt að sofa í sirka 7-9 klukkustundir og ég reyni að sofa aldrei styttra en í 8 klukkustundir.

Ég tileinkaði mér góðar svefnvenjur eftir að ég byrjaði að “tracka” svefninn minn. Ég sef alltaf með apple úr og nota app sem heitir auto sleep sem ég mæli hiklaust með að sækja í app store. Í appinu geturu séð hversu lengi þú svafst, djúpsvefninn þinn, hjartslátt og gæði svefnsins. Ég vakna í alvöru spennt á morgnana til að sjá hvernig ég svaf!

Til að ná sem bestum svefni finnst mér mikilvægt að

  • sofa í vel kældu herbergi
  • drekka ekki kaffi eða Nocco seinni part dags
  • minnka símanotkun á kvöldin! Það er rosalega gott að slaka bara á og vera á staðnum :)
  • koma líkamanum í rútínu. Það er gott markmið að venja sig á að fara alltaf að sofa á svipuðum tímum.

Til að sýna ykkur uppáhalds appið mitt þá sjáiði mynd 😀Hér má sjá að ég svaf í 8:31 klst, fékk 3 klst djúpsvefn og hjartslátturinn var í 58 slögum. Einnig má sjá svart á hvítu að ég sofnaði yfir þætti en þóttist vera vakandi þegar Alfreð tjékkaði heeheeee.

Ef þú hefur áhuga á að breyta svefnvenjum þínum þá mæli ég hiklaust með að lesa bókina Why we sleep eða hlusta á podcast þar sem hann fjallar um mikilvægi svefns. Ég sver að þú munt fá þetta á heilann eins og ég.

Bestu nótt 😴

Arnhildur Anna xx

instagram: arnhilduranna

ÆFINGARÚTÍNA EFTIR SUMARIÐ

Skrifa Innlegg