fbpx

HÖNNUNARMARS: DAGUR 2

Íslensk hönnun

Ég má til með að birta eina færslu með viðburðum dagsins + kvöldsins þrátt fyrir að nokkrar opnanir séu þegar hafnar. Ég vona að þið séuð byrjuð að njóta HönnunarMars og alls þess sem hátíðin hefur upp á að bjóða. Núna kl.17.30 hófst formleg setning HönnunarMars í Hafnarhúsinu sem er alltaf gaman að kíkja á en á sama tíma opna 3 spennandi sýningar í húsinu. Mér tókst að næla mér í hita í gær og mun því alfarið missa af deginum í dag sem mér þykir alveg hrikalegt enda nokkrir vinir mínir með opnunarhóf á eftir. Ég tók þó saman nokkrar sýningar sem eru extra spennandi ásamt því að birta heildar lista yfir allar opnanir í dag/kvöld.

Keramik í Kokku: Keramikdeild Myndlistaskólans í Reykjavík hefur undanfarin ár verið í samstarfi við þýsku postulínsverksmiðjuna Kahla. Nemendur deildarinnar hafa heimsótt verksmiðjuna og sum verkefni þeirra hafa endað þar í framleiðslu. Verkefni nemenda verða til sýnis í Kokku sem einnig selur vörur frá Kahla.

kokka.080941

Í dag opnaði Hlín Reykdal verslun á Fiskislóð 75 með pomp og prakt. Hátíðleg stemmning og léttar veigar, opnunin stendur til 20:00 og því er enn séns að kíkja á opnunina

12814168_10153537533473507_4880397193454911664_n

Willow Project opnaði rétt áðan kl.17:00 í Sjóminjasafninu en það er hrikalega spennandi verkefni unnið af nemendum á þriðja ári í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur. Þess má geta að Theódóra okkar fyrrverandi “Trendnetingur” er partur af þessu verkefni.

Screen Shot 2016-03-10 at 17.34.38

RE7, Íslensk húsgögn og hönnun, og Iðnaður eru þrjár spennandi sýningar sem allar eru staðsettar í Hafnarhúsinu og opnuðu kl.17.30.

RE7: Frá Kaupmannahöfn kemur Dögg Design með nýjustu línu sína Roots og Hrafnkell Birgisson sýnir borðlampana Tools You Light, HAF Studio kynnir nýjan koll og geymslubox úr sinni smiðju, Kjartan Oskarsson Studio sýnir nýja útgáfu af HALO lampanum HALO Mirror, Design by Gróa sýnir stólinn Into the Blue og ljósin Wooly og hönnunarstúdíóið White Cubes sýnir nýstárleg ljós. Að auki verður frumútgáfa af stólnum Hófnum eftir Jóhann Ingimarsson (Nóa) til sýnis. Íslensk húsgögn og hönnun: Sýnendur eru AGUSTAV, Axis, Á. Guðmundsson, G.Á. húsgögn, Sólóhúsgögn, Syrusson og Zenus. Sýningarstjóri og hönnuður er Theresa Himmer, grafískur hönnuður er Snæfríð Þorsteinsdóttir.  Iðnaður er spennandi sýning sem félag íslenskra gullsmiða standa fyrir.

12809800_188490531524811_7387574460933254169_n

11406439_1839960532896813_8724720703023415712_o

Hannesarholt! 6 spennandi sýningar opna núna kl.18:00, þar má nefna North Limited sem er samstarfshópur þriggja íslenskra hönnuða, þeirra Guðrúnar Valdimarsdóttur, Þórunnar Hannesdóttur og Sigríðar Hjaltdal. Stíll North Limited er bæði nýstárlegur og hlýr þar sem vörur hönnuðanna blandast vel saman í eina heild og sameina notagildi, fegurð og tímalausa fagurfræði. Opnunarpartýið hefst kl.18:00

12744418_1181954748538078_6053367446244059098_n

Stöðlakot: Í fallegum húsakynnum Stöðlakots mun fjölbreytileg íslensk og finnsk hönnun vera til sýnis. Þar verður einnig örsmá búð þar sem hægt verður að kaupa fyrstu eintökin.Að sýningunni standa Ragnheiður Ösp, IHANNA HOME, Sonja Bent, ANNA ÞÓRUNN, Reykjavík Raincoats, Hring eftir hring,  MARÝ, Arc-Tic Watches og Katariina Guthwert. Opnunarpartýið hefst kl.18:00

12800165_10153474754952496_920362098534510486_n

Weaving DNA er samvinnuverkefni íslenska vöruhönnuðarins og vinkonu minnar Hönnu Dísar Whitehead og skoska textílhönnuðarins Claire Anderson. Í sýningunni Hiding Colour eru litbrigði úr Reykjavík falin í hefbundnum skoskum textíl sem er samstarf hönnuðanna og Knockando Woolmill. Opnunarpartýið hefst kl.18:00

12642500_10153838875631215_6247512928709458719_n

EldhúsMars er lítil en skemmtileg sýning staðsett í Hrím Eldhús, Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, kynnir kryddjurtapottinn “Lífæð” og Theodóra Alfreðsdóttir, kynnir matarstell fyrir tvo sem staflast upp í Totem. Opnunarpartý hefst kl.19:00.

12734096_947885795246742_2958389678046638962_n

Hér að neðan má sjá alla þá viðburði sem hófust í dag, en eins og með allar sýningarnar þá standa þær fram á sunnudag ef þið skylduð ekki komast á opnanirnar eins og ég:)

15:00 | Silfur, gull og íslenskt grjót, Anna María Design, Skólavörðustíg 3                                                       

16:00 | Hlín Reykdal, Fiskislóð 75                                             

17:00 | Keramik í Kokku, Kokka, Laugavegi 47                               

17:00 | Helga Ósk, Erling Gullsmiður Aðalstræti 10             

17:00 | , Klapparstíg 11                                     

17:00 | Úr viðjum víðis / Willow ProjectSjóminjasafnið í Reykjavík, Hornsílið, Grandagarði 8

17:30 | Opnun HönnunarMars 2016, Hafnarhúsið, Tryggvagötu 14   

17:30 | RE 7, Hafnarhúsið, Tryggvagötu 14          

17:30 | Íslensk húsgögn og hönnun, Hafnarhúsið, Tryggvagötu 14

17:30 | Iðnaður, Hafnarhúsið, Tryggvagötu 14          

17.30 | GREYKJAVÍK, NORR11, Hverfisgötu 18a               

18:00 | KRAUM, Aðalstræti 10                                    

18:00 | Þjóðarsálin, Hannesarholt, Grundarstígur 10      

18:00 | Falinn skógur, framhald, Hannesarholt, Grundarstígur 10      

18:00 | North Limited, Hannesarholt, Grundarstígur 10      

18:00 | Saana ja Olli, Hannesarholt, Grundarstígur 10    

18:00 | Lífæð, Hannesarholt, Grundarstígur 10      

18:00 | Saga Kakala kynnir Gyðjur, Hannesarholt, Grundarstígur 10      

18:00 | Samskot, Stöðlakot              

18:00 | Silfra, Geysir skólavörðustíg 7           

18:00 | Or Type Reading Room + Video Hailstorm (VHS)Mengi, Óðinsgötu                     

18:00 | Sturla Aqua, Húrra Reykjavík, Hverfisgötu 50   

18:00 | Weather: Part I, Kirsuberjatréð, Vesturgötu 4               

18:00| Weaving DNA, Hiding Colour     Hverfisgallerí, Hverfisgötu 4      

19:00 | 15/15, Steinunn Studio, Grandagarði 17     

19:00 | EldhúsMars, Hrím Eldhús, Laugavegi 32           

20:00 | Minjaverur, Fóa, Laugavegur 2                    

21:00 | Showroom Reykjavík haust/vetur 2016/17, Ráðhús Reykjavíkur                    

       Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

HÖNNUNARMARS : DAGUR 1

HönnunarMars er að skella á! Í dag er fyrsti dagurinn en þrátt fyrir að hátíðin sé sett formlega á morgun þá eru ótrúlega margar opnanir í dag. Það eru þrjár opnanir í dag sem ég er sérstaklega spennt fyrir en ég birti þó einnig lista með öllum opnunum sem ég fékk sendan frá Hönnunarmiðstöðinni svo þið getið valið úr það sem þið viljið sjá.

Þær sýningar sem ég get ekki beðið eftir að sjá eru í Epal, Snúrunni og Spark, ekki það að ég sé ekki spennt fyrir hinum sýningunum síður en svo. Ég hreinlega ætla að spara orkuna fyrir komandi daga enda mikið stuð framundan:)

bylgjur.040347

Opnunarpartý í Epal verður í dag á milli kl. 17:00-19:00. Þar sýna þeir frábært úrval af splunknýrri íslenskri hönnun eftir marga okkar bestu hönnuði, ásamt því að frumsýna verkið Bylgur: undir íslenskum áhrifum sem er samvinnuverkefni 6 hönnuðar frá Íslandi og Danmörku sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð mjög langt í sínu fagi.

finnsdottir samsurium mm foto 2016

Opnunarpartý í Snúrunni verður í dag á milli kl.18:00-20:00. Þar verða sýndar nýjungar frá Finnsdóttir, Further North og Pastelpaper. Ég hitti einmitt Þóru Finnsdóttur í gær í Snúrunni og tók viðtal við hana, þvílíkur talent. Það sama má þó segja um hina sýnendurna, meira um þessa sýningu síðar!

111.040435

Opnunarpartý í Spark design space verður í dag kl.20:00. Þar verður frumsýnt tilraunarverkefnið 1+1+1 sem er samstarfsverkefni þeirra Hugdettu, Aalto +aalto og Petru Lilju. Verkefnið hlaut jafnframt viðurkenningu „Bjartasta vonin“ í flokknum Vöruhönnun ársins á Hönnunarverðlaunum Reykjavík Grapevine 2016.

 

Hér að neðan má sjá allar opnanir dagsins í dag, og það er af nægu að taka! Ef þið klikkið á heiti sýningarinnar þá farið þið yfir á viðburðinn sjálfann og getið lesið ykkur til um sýningarnar.

16:00 | Primitiva – safn verndargripa, Safnahúsið, Hverfisgata 15

16:00 | Keramikhönnun á frímerkjum, Safnahúsið, Hverfisgata 15

16:00 | Veggtjöld, Safnahúsið, Hverfisgata 15

16:00 | Þýðingar, Safnahúsið, Hverfisgata 15

16:00 | SEB Animals, GK Reykjavík, Skólavörðustíg 6

17:00 | Mirroring Moments, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Flóð, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Spot, Spot 2 & Spor, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Borg og Skógur, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Fyrirsjáanleg borgarleg óreiða, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Við- fangs-efni, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Sound Of Iceland, Bergstaðastræti 10 A

17:00 | BYLGJUR: undir íslenskum áhrifum, Opnunarpartý Epal, Skeifunni 6

17:00 | Endless Colours of Icelandic Design, Opnunarpartý Epal, Skeifunni 6

17:00 | Efnasamband, Aurum, Bankastræti 4

17:00 | Leiðin  heim, Aurum, Bankastræti 4

17:00 | NANOOK „betur sjá augu en auga“, Aurum, Bankastræti 4

17:00 | Frímínútur / Prestar, Gallerí Grótta, Eiðistorg

17:00 | Þinn staður – okkar bær, Hafnarborg/ Strandgötu 34 Hafnafj

17:00 | Þríund / Triad, Hönnunarsafn, Garðatorgi 1

18:00 | Kyrrð, Hverfisgata 71A

18:00 | AURUM vinnur með Göngum saman, Aurum, Bankastræti 4

18:00 | By hand, Snúran, Síðumúla 21

19:00 | Connecting Iceland, Norræna Húsið, Sturlugötu 5

19:30 | FÍT keppnin 2016 – Grafísk hönnun á Íslandi, Sjávarklasinn, Grandagarði 16

19:30 | The Art of Graphic Storytelling, Sjávarklasinn, Grandagarði 16

19:30 | Places of Origin. Polish Graphic Design in Context.  Sjávarklasinn, Grandagarði 16

19:30 | Wights / Supernatural spirits Vættir / yfirnáttúrulegar verur,  Sjávarklasinn, Grandagarði 16

19:30 | Mæna, Sjávarklasinn, Grandagarði 16

20:00 | 1+1+1, Spark, Klapparstíg 33

20:00 | Leið 10, Hlemmur Square, Laugav. 105

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

DRAUMASKÁLIN ER KOMIN…

Íslensk hönnunÓskalistinn

36146_2

Ég viðurkenni að ég er skotin í þessari skál og reyndar líka í hönnuðinum sem er algjör æðibiti. Þessvegna gleðst ég með henni Önnu Þórunni minni sem hannaði skálina fyrir langa löngu en skálin kom loksins til landsins í gær frá framleiðandanum eftir tveggja ára bið! Það er nefnilega ekkert grín að framleiða svona skál og ekki hver sem er sem ræður við formið og gæðakröfur. Ég heyrði eldsnöggt í Önnu hvernig tilfinning það væri að vera loksins komin með “barnið” sitt í hendurnar, “Það er eiginlega ólýsandi tilfinning… ég eiginlega trúi þessu ekki enn. Ótrúleg gleði, þakklæti og léttir.” Skálarnar eru handgerðar og úr miklum gæðum og eru væntanlegar í Epal fyrir helgi:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

TALIÐ NIÐUR Í HÖNNUNARMARS

EldhúsPersónulegt

Ég er búin að slá met í því að birta myndir héðan heima í vikunni og hef einnig verið ansi virk á instagram sem var markmið sem ég setti mér nýlega, ykkur er velkomið að fylgjast með þar @svana_  Það styttist í HönnunarMars sem byrjar í næstu viku og ég er búin að vera að undirbúa mig undir mikla vinnutörn sem felst í því, nóg af spennandi sýningum til að sjá ásamt viðtölum og greinum sem ég þarf að skrifa, ég kem að sjálfsögðu til með að segja ykkur frá öllu því besta.

Helgin verður því tekin í smá slökun til að safna orku fyrir stuðið í næstu viku, ég vona að þið séuð orðin spennt fyrir HönnunarMars í ár, dagskrána má sjá hér á netinu. Hátíðin stendur frá 10.-13.mars þrátt fyrir að einhverjar sýningar taki smá forskot á sæluna og opni á miðvikudaginn. -Meira um það síðar!

12822873_10154597241508332_117022472_o

P.s. þið megið endilega smella á like hnappinn eða hjartað ef þið viljið að ég haldi áfram að birta myndir héðan heima:)

Eigið ljúfa helgi!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

VORHREINGERNING

Persónulegt

Ég hefði ekki getað valið betri dag fyrir vorhreingerningu en í dag því að sólin skein svo skært að það mátti sjá hvert einasta rykkorn og fingrafar úr langri fjarlægð. Eins og þið hafið eflaust orðið vör við í kringum ykkur hefur flensan nefnilega heimsótt flesta og ó jú hún kom svo sannarlega á okkar heimili, því mætti líkja heimilinu síðustu daga við sprengingu svo mikið var draslið og vá hvað það var skítugt, því hér hafði ekki verið þrifið í langa tíð. Matarslettur á gólfi og veggjum, grútskítugur og blettóttur sófi og gólfmotta og hrúgur af óhreinum fötum. Ég byrjaði á því að taka af sófanum í fyrradag og fór með áklæðið í hreinsun og fékk það eins og nýtt tilbaka í dag, en ég hef aldrei tekið áklæðið af síðan við eignuðumst sófann. Svo er búið að skúra allt hátt og lágt, skipta um á rúmum og þurrka af öllu, og vá hvað það er góð tilfinning að hafa allt svona skýnandi hreint. Núna má vorið koma:)

12787366_10154592241148332_893599435_o

Þess má geta að hér er ekki búið að hreinsa… eins og sjá má miðað við Ceerios-ið á gólfinu. En birtan sést mjög vel á myndinni eins og hún var í dag, núna er næst á dagskrá að þrífa glugga og taka í gegn allar skúffur og skápa. Ég sótti einnig loksins Andy Warhol plakatið mitt úr innrömmun í gær en ég hafði óvart gleymt því þar. Stofan er því alveg að komast í sparibúninginn, núna vantar bara blómin í vasann…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

HELGARVERKEFNIÐ: TJALD!

BarnaherbergiDIY

Sonur minn eignaðist leiktjald í dag, en mamman ákvað að bretta upp ermarnar um helgina og sauma eitt stykki í barnaherbergið. Ég var búin að eiga efnið til í nokkrar vikur og aldrei komið mér í verkið, en svo var ég ekki nema um klukkustund að sauma það saman (tek það fram að ég er vön að sauma). Ég ætla að taka betri myndir af því þegar kósýhornið er alveg tilbúið og birti þá leiðbeiningar hvernig ég fór að. Núna þarf ég að kíkja í verslunarferð og finna til nokkra huggulega púða og teppi eða gæru til að fullkomna tjaldið. Svo er spurningin hversu lengi tjaldið fái að standa upprétt!

Screen Shot 2016-02-29 at 22.12.36

Mynd via instagram @svana_ 

P.s. ég er ennþá alltaf að gera nafnaplakötin fyrir áhugasama, sjá betur hér. 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

FALLEGASTA BAÐHERBERGI ÍSLANDS?

BaðherbergiÍslensk hönnun

Ég á til með að deila með ykkur þessum myndum af fallegasta baðherbergi sem ég hef nokkurn tímann séð. Á þessu heimili býr innanhússarkitektinn Katrín Ísfeld og að sjálfsögðu hannaði hún baðherbergið sitt sjálf og er útkoman stórglæsileg! Notkun á litum í rýminu er nokkuð óvenjuleg og jafnvel loftið er málað í bleikum lit sem smellpassar við litapallettuna sem samanstendur af bleikum, bláum, gráum og grænum litatónum. Myndirnar tók ljósmyndarinn Rakel Ósk Sigurðardóttir en hún er algjör snillingur í sínu fagi. Ég get horft á þessar myndir aftur og aftur og er sannfærð um að hér sé mætt eitt fallegasta baðherbergi á Íslandi.

12743802_1283071928373429_7302854916499070627_n

Litapallettan einkennist af mjúkum og notalegum litum.

12745741_1283071921706763_8301819837149587180_n 12670927_1283071918373430_6035816484733928992_n 12743560_1283072038373418_7992553075891002684_n

 Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir 

 Myndirnar sá ég fyrst á facebook síðu Stúdíó Ísfeld – Innanhússarkitekt, en þar er hægt að fylgjast með Katrínu Ísfeld og hennar verkum, mæli með því fyrir hönnunaráhugasama!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

ÓSKALISTI BARNSINS

BarnaherbergiÓskalistinnVerslað

Ef að barnið mitt kynni að tala þá er ég viss um að þetta væru þeir hlutir sem hann myndi biðja mig um… nei ég segi bara svona, þetta er að minnsta kosti minn óskalisti fyrir son minn. Ég hef lengi verið á höttunum eftir fallegu ljósi í barnarherbergið en fundist úrvalið heldur óspennandi, þessi fugl sem settur er utan um ljósaperuna er alveg í mínum anda og ég er að íhuga að panta eitt við tækifæri. Það vantar þó á þennan lista Lego hauskúpuna sem ég hef lengi verið á leiðinni að kaupa en haldið þið ekki að þeir séu hættir í framleiðslu, og þeir hausar sem núna eru í verslunum eru þeir allra síðustu sem hægt er að næla sér í, -sönn saga. Herra Lego var víst ekki par sáttur að seldir væru afhöfðaðir Lego hausar og það sem ég er ósammála honum!

bjartur-oskalisti

Hér má annars finna sittlítið af hvoru sem heillar mig upp úr skónum og mögulega son minn líka þar sem hann hlýtur að hafa jafn góðan smekk og ég;) P.s. ekki fá áhyggjur að ég leyfi barninu ekki að hafa liti í kringum sig, það er nóg af litum í hans herbergi.

// 1. “Mikka Mús” húfa er eitthvað sem er hrikalega sætt og fer öllum börnum svo vel, Bjartur á reyndar eina afar fallega dúskahúfu en þessi fékk þó að vera með á listanum. Húfan er frá Mini Rodini og fæst hér. // 2. Tígra buxur eru möst have fyrir litla töffara og pæjur, mögulega á minn sonur of mikið af flíkum með kisuprenti á, það má:) Þessar fást í Petit, sjá hér.  // 3.  Ljósið fallega sem hannað er af Hommin studio, fæst hér. // 4. Nike strigaskór er alveg agalega gæjalegir, þeir fást í Petit. // 5. Plasthnífapör frá Design Letters gera matmálstímann örlítið smekklegri. Fást í Epal, sjá hér. // 6. Lego geymslubox, við erum með 2 stk í barnaherberginu en það fer að koma tími á eitt í viðbót undir stækkandi dótasafnið, fæst í Epal. // 7. Eitt fallegasta teppi sem ég hef séð og íslensk hönnun í þokkabót. Panda teppið er frá Ígló+Indí og er fullkomið á rúmið, fyrir ferðalagið og uppá punt. Fæst hér. 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

MÁNUDAX

Persónulegt

Ég er enn að reyna að koma mér í betri gír á instagram og birta þar fleiri myndir frá daglegu lífi, þetta er allt að koma hjá mér held ég. Góðir hlutir gerast jú hægt, það komu inn tvær nýjar myndir í dag sem verður að teljast vera persónulegt met:) Á svona fínu mánudagskvöldi þegar mig langar bara að finna nýja þætti á Netflix og borða ís þá verður færsla kvöldsins í auðveldari kantinum… þrjár myndir af instagram!

Screen Shot 2016-02-22 at 20.41.59

Screen Shot 2016-02-22 at 20.42.08

Screen Shot 2016-02-22 at 20.42.30

Krúttlegu “bræðurnir” Bjartur og Betúel eru ansi góðir saman. Þarna var sá yngri á leiðinni í rör svo við vorum heima einn daginn. Það er ekki stuð að vera lítill og mega ekki borða til kl. 3 um daginn vegna svæfingar og þá kom Betú sterkur til leiks og veitti andlegan stuðning. Þið sem þetta lesið haldið líklega að ég sé klikkuð kattakona, ætli það sé ekki eitthvað til í því, ég elska þessa tvo rauðhausa mína… næstum því jafn mikið.

Ykkur er velkomið að fylgjast með á instagram @svana_

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

PÍNULÍTIL & SJARMERANDI STÚDÍÓ ÍBÚÐ

HeimiliRáð fyrir heimiliðSvefnherbergi

Þessi pínulitla stúdíó íbúð er algjör draumur, hver fermeter er ofsalega vel nýttur og rúmið hengt upp í loft sem sparar heilmikið pláss. Uppsetningin minnir mig reyndar mjög mikið á herbergið sem ég bjó í þegar ég var við nám í Hollandi, en þar var rúmið einmitt hengt upp í loft og undir því var ég með litla stofu. Þetta er stórsniðug lausn sem væri gaman að sjá oftar nýtta, þó svo að kojur séu gjarnan vinsælar í barnaherbergi þá er líka hægt að nýta þetta í unglingaherbergi og háskólaíbúðir þar sem fermetrar eru af skornum skammti. Mitt herbergi var þó ekki svona smekklegt, allar innréttingar voru dökkbláar og brúnt teppi á gólfinu og ég deildi baðherbergi með einni hrikalegri konu sem bjó á sömu hæð og ég í húsinu… Hér hefði ég mikið frekar viljað búa:)

3 4 6 7 9 13 17 21

Vonandi verður helgin ykkar ljúf, minni helgi verður varið í smá sveitasælu með fjölskyldunni og vonandi kem ég endurnærð tilbaka.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111