fbpx

FALLEGASTA BAÐHERBERGI ÍSLANDS?

BaðherbergiÍslensk hönnun

Ég á til með að deila með ykkur þessum myndum af fallegasta baðherbergi sem ég hef nokkurn tímann séð. Á þessu heimili býr innanhússarkitektinn Katrín Ísfeld og að sjálfsögðu hannaði hún baðherbergið sitt sjálf og er útkoman stórglæsileg! Notkun á litum í rýminu er nokkuð óvenjuleg og jafnvel loftið er málað í bleikum lit sem smellpassar við litapallettuna sem samanstendur af bleikum, bláum, gráum og grænum litatónum. Myndirnar tók ljósmyndarinn Rakel Ósk Sigurðardóttir en hún er algjör snillingur í sínu fagi. Ég get horft á þessar myndir aftur og aftur og er sannfærð um að hér sé mætt eitt fallegasta baðherbergi á Íslandi.

12743802_1283071928373429_7302854916499070627_n

Litapallettan einkennist af mjúkum og notalegum litum.

12745741_1283071921706763_8301819837149587180_n 12670927_1283071918373430_6035816484733928992_n 12743560_1283072038373418_7992553075891002684_n

 Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir 

 Myndirnar sá ég fyrst á facebook síðu Stúdíó Ísfeld – Innanhússarkitekt, en þar er hægt að fylgjast með Katrínu Ísfeld og hennar verkum, mæli með því fyrir hönnunaráhugasama!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

ÓSKALISTI BARNSINS

Skrifa Innlegg