SVONA KEMUR INNANHÚSSHÖNNUÐUR SÉR FYRIR Á 44 FM

Heimili

Ætli það sé ekki ólíklegt að rekast á heimili innanhússhönnuðs og fá engar hugmyndir eða innblástur fyrir sitt eigið heimili? Þeir eru nefnilega almennt örlítið betri en við hin að hugsa í lausnum og nýta einnig hvern fermetra sérstaklega vel. Hér er um að ræða ekki nema 44 fm íbúð sem sænski innanhússhönnuðurinn Joakim Walles býr í hjarta Stokkhólms. Þegar fermetrar eru af skornum skammti þarf aldeilis að hugsa í lausnum og hér hefur Joakim tekist að koma sér einstaklega vel fyrir í þessari fallegu stúdíóíbúð. Sérsmíðuð opin hilla er notuð til að hólfa niður aðalrýmið og býr þannig til svefnherbergi sem er í senn vinnurými, hrikalega góð lausn og svo elegant þar sem á hillunum sitja allskyns listaverk og hönnunarbækur og verður því úr einskonar gallerí veggur.

Íbúðin var upphaflega hólfuð niður en Joakim reif allt út og endurskipulagði sem eitt opið rými.

Myndir via Nordic Design / Adam Helbaoui

Virkilega fallegt heimili og vel skipulagt. Við fyrstu sýn hefði ég giskað á að Joakim væri nokkuð fullorðinn maður miðað við val á innbúi og innréttingum svo það kom mér smávegis á óvart að sjá að hann er á mínum aldri. Einnig er skemmtilegt að sjá hvað íbúðin hefur breyst mikið á 5 árum eins og sjá má í þessu innliti hér. 

PÍNULÍTIL & SJARMERANDI STÚDÍÓ ÍBÚÐ

HeimiliRáð fyrir heimiliðSvefnherbergi

Þessi pínulitla stúdíó íbúð er algjör draumur, hver fermeter er ofsalega vel nýttur og rúmið hengt upp í loft sem sparar heilmikið pláss. Uppsetningin minnir mig reyndar mjög mikið á herbergið sem ég bjó í þegar ég var við nám í Hollandi, en þar var rúmið einmitt hengt upp í loft og undir því var ég með litla stofu. Þetta er stórsniðug lausn sem væri gaman að sjá oftar nýtta, þó svo að kojur séu gjarnan vinsælar í barnaherbergi þá er líka hægt að nýta þetta í unglingaherbergi og háskólaíbúðir þar sem fermetrar eru af skornum skammti. Mitt herbergi var þó ekki svona smekklegt, allar innréttingar voru dökkbláar og brúnt teppi á gólfinu og ég deildi baðherbergi með einni hrikalegri konu sem bjó á sömu hæð og ég í húsinu… Hér hefði ég mikið frekar viljað búa:)

3 4 6 7 9 13 17 21

Vonandi verður helgin ykkar ljúf, minni helgi verður varið í smá sveitasælu með fjölskyldunni og vonandi kem ég endurnærð tilbaka.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

HEIMILI BLOGGARA Á 37 FERMETRUM

Heimili

Það er ekki auðvelt að koma sér vel fyrir á 37 fermetrum en með vel skipulagðri íbúð þá er allt hægt. Bloggarinn Fanny hjá Trettiosjukvm (37 fermetrar) er að selja þessa sætu litlu íbúð og birti myndir á blogginu hjá sér. Hún hefur komið sér ofsalega vel fyrir og það er varla að sjá hversu þröngt hún býr. Það kemur sér þó vel að hafa hvít húsgögn og hvíta veggi og svo hefur hún stillt upp stórum spegli við einn vegginn sem stækkar rýmið nokkuð. Þessi íbúð er fullkomin í stærð til að byrja að búa í eða sem stúdentaíbúð, þó til lengri tíma litið þá myndu fæstir vilja hafa rúmið sitt inni í stofu, æj það er nefnilega svo leiðinlegt að búa um;)

SFDAE62E8BC0B3D423A8442F86EE1D42DF4SFD4F056201C3A74B74893A2465DB1A2B9BSFDE5CDD3A61C9C467C95BD9C6013212C15

SFD3CF6FE23B73B4D25B171A0B3F0E98505 SFD480DC9E59128436FAB369DB7A04BE64A SFD872A3FA5B8ED4DF49E0F0E59F29FA2C8 SFDE80ABF6719044655BD94566E19030110 SFD6869200DEF2A43A4B8F1779656A4E20A SFD8499A408A3AD4AACBB2819681C3BE4EA

Hún Fanny er greinilega mikil smekkdama og hefur tekist að gera mikið úr litlu. Húsgögnin og allt innbúið er nokkuð ódýrt en það eru litlu hlutirnir sem gera íbúðina svo heillandi. Það þarf nefnilega alls ekki að kosta mikið að búa fínt og íbúðin hennar Fanny er gott dæmi um hvernig hægt er að gera það:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

ÆÐISLEG ÍBÚÐ Í MOSKVU

Heimili

Það er nú ekki oft sem við fáum að sjá falleg heimili sem staðsett eru í Rússlandi, en þetta er algjört æði. Þarna býr parið Harry Nuriev og Marya Kacharava en saman reka þau hönnunarstúdíóið Crosby studio þar sem þau sinna verkefnum allt frá innanhússhönnun til bókahönnunar. Ég gleymdi mér alveg að skoða verkin þeirra en það sem hreif mig mest var fallegt skrifstofurými með fölbleiku flotuðu gólfi og kaffihús skreytt með plöntum, ég mæli með að kíkja við á Crosby studio, sjá hér. Ef að það kemur að því einn daginn að ég eignist mitt eigið skrifstofurými þá verður fölbleikt gólf ofarlega á listanum….

R1 R2 R3 R5 R6 R7

Það sem gerir heimilið dálítið sérstakt eru spónarplöturnar sem notaðar eru á ganginum, en það eru fullt af öðrum ódýrum lausnum að finna þarna sem koma vel út. Ég í einfeldni minni hefði búist við að sjá að minnsta kosti eina babúsku til skrauts, en heimilið er nú ekkert það ósvipað þessum skandinavísku, sem er eflaust ástæðan að ég rakst á það á bloggvafri mínu. En fallegt er það.

Eigið góða helgi xx

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421