fbpx

HÖNNUNARMARS: DAGUR 2

Íslensk hönnun

Ég má til með að birta eina færslu með viðburðum dagsins + kvöldsins þrátt fyrir að nokkrar opnanir séu þegar hafnar. Ég vona að þið séuð byrjuð að njóta HönnunarMars og alls þess sem hátíðin hefur upp á að bjóða. Núna kl.17.30 hófst formleg setning HönnunarMars í Hafnarhúsinu sem er alltaf gaman að kíkja á en á sama tíma opna 3 spennandi sýningar í húsinu. Mér tókst að næla mér í hita í gær og mun því alfarið missa af deginum í dag sem mér þykir alveg hrikalegt enda nokkrir vinir mínir með opnunarhóf á eftir. Ég tók þó saman nokkrar sýningar sem eru extra spennandi ásamt því að birta heildar lista yfir allar opnanir í dag/kvöld.

Keramik í Kokku: Keramikdeild Myndlistaskólans í Reykjavík hefur undanfarin ár verið í samstarfi við þýsku postulínsverksmiðjuna Kahla. Nemendur deildarinnar hafa heimsótt verksmiðjuna og sum verkefni þeirra hafa endað þar í framleiðslu. Verkefni nemenda verða til sýnis í Kokku sem einnig selur vörur frá Kahla.

kokka.080941

Í dag opnaði Hlín Reykdal verslun á Fiskislóð 75 með pomp og prakt. Hátíðleg stemmning og léttar veigar, opnunin stendur til 20:00 og því er enn séns að kíkja á opnunina

12814168_10153537533473507_4880397193454911664_n

Willow Project opnaði rétt áðan kl.17:00 í Sjóminjasafninu en það er hrikalega spennandi verkefni unnið af nemendum á þriðja ári í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur. Þess má geta að Theódóra okkar fyrrverandi “Trendnetingur” er partur af þessu verkefni.

Screen Shot 2016-03-10 at 17.34.38

RE7, Íslensk húsgögn og hönnun, og Iðnaður eru þrjár spennandi sýningar sem allar eru staðsettar í Hafnarhúsinu og opnuðu kl.17.30.

RE7: Frá Kaupmannahöfn kemur Dögg Design með nýjustu línu sína Roots og Hrafnkell Birgisson sýnir borðlampana Tools You Light, HAF Studio kynnir nýjan koll og geymslubox úr sinni smiðju, Kjartan Oskarsson Studio sýnir nýja útgáfu af HALO lampanum HALO Mirror, Design by Gróa sýnir stólinn Into the Blue og ljósin Wooly og hönnunarstúdíóið White Cubes sýnir nýstárleg ljós. Að auki verður frumútgáfa af stólnum Hófnum eftir Jóhann Ingimarsson (Nóa) til sýnis. Íslensk húsgögn og hönnun: Sýnendur eru AGUSTAV, Axis, Á. Guðmundsson, G.Á. húsgögn, Sólóhúsgögn, Syrusson og Zenus. Sýningarstjóri og hönnuður er Theresa Himmer, grafískur hönnuður er Snæfríð Þorsteinsdóttir.  Iðnaður er spennandi sýning sem félag íslenskra gullsmiða standa fyrir.

12809800_188490531524811_7387574460933254169_n

11406439_1839960532896813_8724720703023415712_o

Hannesarholt! 6 spennandi sýningar opna núna kl.18:00, þar má nefna North Limited sem er samstarfshópur þriggja íslenskra hönnuða, þeirra Guðrúnar Valdimarsdóttur, Þórunnar Hannesdóttur og Sigríðar Hjaltdal. Stíll North Limited er bæði nýstárlegur og hlýr þar sem vörur hönnuðanna blandast vel saman í eina heild og sameina notagildi, fegurð og tímalausa fagurfræði. Opnunarpartýið hefst kl.18:00

12744418_1181954748538078_6053367446244059098_n

Stöðlakot: Í fallegum húsakynnum Stöðlakots mun fjölbreytileg íslensk og finnsk hönnun vera til sýnis. Þar verður einnig örsmá búð þar sem hægt verður að kaupa fyrstu eintökin.Að sýningunni standa Ragnheiður Ösp, IHANNA HOME, Sonja Bent, ANNA ÞÓRUNN, Reykjavík Raincoats, Hring eftir hring,  MARÝ, Arc-Tic Watches og Katariina Guthwert. Opnunarpartýið hefst kl.18:00

12800165_10153474754952496_920362098534510486_n

Weaving DNA er samvinnuverkefni íslenska vöruhönnuðarins og vinkonu minnar Hönnu Dísar Whitehead og skoska textílhönnuðarins Claire Anderson. Í sýningunni Hiding Colour eru litbrigði úr Reykjavík falin í hefbundnum skoskum textíl sem er samstarf hönnuðanna og Knockando Woolmill. Opnunarpartýið hefst kl.18:00

12642500_10153838875631215_6247512928709458719_n

EldhúsMars er lítil en skemmtileg sýning staðsett í Hrím Eldhús, Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, kynnir kryddjurtapottinn “Lífæð” og Theodóra Alfreðsdóttir, kynnir matarstell fyrir tvo sem staflast upp í Totem. Opnunarpartý hefst kl.19:00.

12734096_947885795246742_2958389678046638962_n

Hér að neðan má sjá alla þá viðburði sem hófust í dag, en eins og með allar sýningarnar þá standa þær fram á sunnudag ef þið skylduð ekki komast á opnanirnar eins og ég:)

15:00 | Silfur, gull og íslenskt grjót, Anna María Design, Skólavörðustíg 3                                                       

16:00 | Hlín Reykdal, Fiskislóð 75                                             

17:00 | Keramik í Kokku, Kokka, Laugavegi 47                               

17:00 | Helga Ósk, Erling Gullsmiður Aðalstræti 10             

17:00 | , Klapparstíg 11                                     

17:00 | Úr viðjum víðis / Willow ProjectSjóminjasafnið í Reykjavík, Hornsílið, Grandagarði 8

17:30 | Opnun HönnunarMars 2016, Hafnarhúsið, Tryggvagötu 14   

17:30 | RE 7, Hafnarhúsið, Tryggvagötu 14          

17:30 | Íslensk húsgögn og hönnun, Hafnarhúsið, Tryggvagötu 14

17:30 | Iðnaður, Hafnarhúsið, Tryggvagötu 14          

17.30 | GREYKJAVÍK, NORR11, Hverfisgötu 18a               

18:00 | KRAUM, Aðalstræti 10                                    

18:00 | Þjóðarsálin, Hannesarholt, Grundarstígur 10      

18:00 | Falinn skógur, framhald, Hannesarholt, Grundarstígur 10      

18:00 | North Limited, Hannesarholt, Grundarstígur 10      

18:00 | Saana ja Olli, Hannesarholt, Grundarstígur 10    

18:00 | Lífæð, Hannesarholt, Grundarstígur 10      

18:00 | Saga Kakala kynnir Gyðjur, Hannesarholt, Grundarstígur 10      

18:00 | Samskot, Stöðlakot              

18:00 | Silfra, Geysir skólavörðustíg 7           

18:00 | Or Type Reading Room + Video Hailstorm (VHS)Mengi, Óðinsgötu                     

18:00 | Sturla Aqua, Húrra Reykjavík, Hverfisgötu 50   

18:00 | Weather: Part I, Kirsuberjatréð, Vesturgötu 4               

18:00| Weaving DNA, Hiding Colour     Hverfisgallerí, Hverfisgötu 4      

19:00 | 15/15, Steinunn Studio, Grandagarði 17     

19:00 | EldhúsMars, Hrím Eldhús, Laugavegi 32           

20:00 | Minjaverur, Fóa, Laugavegur 2                    

21:00 | Showroom Reykjavík haust/vetur 2016/17, Ráðhús Reykjavíkur                    

       Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

HÖNNUNARMARS : DAGUR 1

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Dagný Björg

    13. March 2016

    Má ekki bjóða þér út í Gróttuvita á sýnininguna Drifting Cycles þar sem ég er ásamt átta öðrum samnemendum mínum úr vöruhönnun við Listaháskólann sýnum saman. Opnunartímar mismunandi eftir fögum vegna flóðs og fjöru en þeir eru hér: facebook.com/driftingcycles