fbpx

MÁNUDAX

Persónulegt

Ég er enn að reyna að koma mér í betri gír á instagram og birta þar fleiri myndir frá daglegu lífi, þetta er allt að koma hjá mér held ég. Góðir hlutir gerast jú hægt, það komu inn tvær nýjar myndir í dag sem verður að teljast vera persónulegt met:) Á svona fínu mánudagskvöldi þegar mig langar bara að finna nýja þætti á Netflix og borða ís þá verður færsla kvöldsins í auðveldari kantinum… þrjár myndir af instagram!

Screen Shot 2016-02-22 at 20.41.59

Screen Shot 2016-02-22 at 20.42.08

Screen Shot 2016-02-22 at 20.42.30

Krúttlegu “bræðurnir” Bjartur og Betúel eru ansi góðir saman. Þarna var sá yngri á leiðinni í rör svo við vorum heima einn daginn. Það er ekki stuð að vera lítill og mega ekki borða til kl. 3 um daginn vegna svæfingar og þá kom Betú sterkur til leiks og veitti andlegan stuðning. Þið sem þetta lesið haldið líklega að ég sé klikkuð kattakona, ætli það sé ekki eitthvað til í því, ég elska þessa tvo rauðhausa mína… næstum því jafn mikið.

Ykkur er velkomið að fylgjast með á instagram @svana_

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

PÍNULÍTIL & SJARMERANDI STÚDÍÓ ÍBÚÐ

Skrifa Innlegg