fbpx

LOKSINS KOMINN HEIM EN SVO ALLT Í RUGLI ..

PERSONALTHOUGHTS

Í dag er ég á ellefta, EEELLEFTA degi sóttkvís. Þetta hefur gengið vel, ég hefði getað hugsað mér verri staði til að vera í sóttkví. En ástæðan fyrir því að ég settist niður og skrifa, er því að fyrir nokkrum dögum sat ég í fjörunni hérna út lengra út í firðinum og eiginlega bara skældi, fyrsta skipti í langan tíma. Ég skrifaði niður texta og deildi honum á Instagram, en eyddi svo innslaginu fljótlega eftir.

Það kom stórkostlega á óvart að þegar ég loksins komst heim. Heim til mömmu, pabba, systurdætra minna og systkina þá var ég alveg 100% viss um að loksins þá fengi ég smá frið í hausnum á mér. Sem mér þykir ótrúlega vænt um, svona ‘ peace of mind ‘ – þess vegna fer ég aftur og aftur til Koh Lipe á Tælandi, og Bali. En yfir í mál málanna ..

Ég lenti í því að allt sem ég bjóst við og vonaðist eftir, plömpaðist í andstæðuna af því. Ég alltíeinu var eins og eitthvað detox, að reyna ná einhverju eitri úr líkamanum og hausnum, undirmeðvitundinni jafnvel. Án þess að fara í smáatriði, þá fékk ég að upplifa kvíða og vanlíða sem ég hef ekki fundið í mörg mörg ár. Ég komst ekki uppúr rúminu, ég forðaðist mína nánustu en komst ekkert í burtu, ég sofnaði sorgmæddur og vaknaði sorgmæddur, ég fékk svitaköst, kvíðahnút í magann og andaði asnalega bara við tilhugsunina um að senda e-mail eða taka mynd fyrir grammið. Allt þetta á Seyðisfirði, hjá mömmu og pabba, griðarstaðnum mínum. Þetta bara passaði ekki, því allt hér á að veita mér vellíðan, ánægju, létti og gleði.

Þó svo að mér þótti og þykir þetta erfið upplifun, þá eins og alltaf er ég mjög þakklátur fyrir hana. Ég fékk að eyða klukkutímum með mömmu, neyddist til að skrifa niður, skilja betur, vera einn í fjörunni osfrv osfrv. Einnig fékk ég hugrekki, jah, eða bara smá svona, common sense til að fara á kvíðalyf í fyrsta skipti. Sem á þessum tímum hafa hjálpað mér gríðarlega.

Ég ákvað að segja frá þessu eins og ég mundi segja frá heimsókn í showroom, eða ferðalagi erlendis. Því ég finn skömmina að vera tala um andlega heilsu, en það á að sjálfssögðu ekki að vera nein skömm.

Ég gæti talið upp langan lista af því sem triggeraði þetta allt saman, en það er bara eitthvað fyrir mig, mömmu, sálfræðinginn minn og dagbókina. En ég skrifa þetta með sjálfsöryggi því þetta fyrir mér er bara eins og ég hafi fengið Covid, drullu óþæginlegt, drullu erfitt, en ekkert til að skammast mín fyrir. Maður gerir bara það sem maður getur til að líða betur –

Nú er komið nóg af því að allt sé fullkomið, því váááááá hvað langflest er ófullkomið, og váááá hvað það er bara alltílagi. Látum í okkur heyra, tölum saman og tengjumst frekar.

Ást á alla –  

Kveðja frá Seyðisfirði

@helgiomarsson

SMYRIL LINE FRÁ DK TIL ISL – UPPLEVELSIÐ

PERSONALTRAVEL

ÓÓÓÓÓKEI.

Ég sýndi á Instagram allskonar frá ferðalagi mínu frá Danmörku til Íslands. Ég tók ákvörðun með mömmu að ég mundi bara negla mér heim með Smyril Line eða Norrænu, skipið sem ég ólst upp með. Það siglir frá Hirsthals sem er mjög norðarlega í Danmörku, til Þórshafnar í Færeyjum og svo loks til Seyðisfjarðar. Flestir sem vita eitthvað um mig, vita að það er staðurinn minn, heimabærinn minn. Svo mér fannst tilhugsunin að geta stokkið uppí skip og svo bara lenda fyrir utan hjá mömmu og pabba eiginlega bara yndisleg. Það beið mín svo sannarlega sóttkví, EN .. ég gæti hugsað mér verri staði í sóttkví en heima hjá mömmu og pabba.

En förum aðeins yfir ferðalagið, en ég er enn með spurningar sem bíða mín í skilaboðum hjá mér. Förum yfir þetta –

  • Ég var kannski einn af 20 farþegum í öllu skipinu, ég sá kannski svona 10 mismunandi manns og það var hálf fyndið. En þæginlegt líka –
  • Það er aaaalgjöööört must að taka sjóveikistöflur, ég lenti í helluðu veðri í sirka sólarhring og það var pínu klikkað.
  • Útaf Covid ástandinu var flest allt lokað. En í skipinu er til dæmis bíó, líkamsrækt, sundlaug, úti heitapottar. Það hafði auðvitað smá áhrif á upplevelsið en þið vitið, what to do!
  • Sama má segja um Þórshöfn, yfirleitt má maður fara út að skoða sig um og fá smá frí frá ruggandi bátinum, en útaf Covid var það ekki í boði.
  • Það er net um borð, 3 GB kosta 21 evrur.
  • Í herberginu var mega fínt sjónvarp með sjónvarpsstöðvum, horfði á ómarga Aircrash Investiongation þætti á National Geographic, mjög stór plús!
  • Starfsfólkið um borð var óótrúlega þæginlegt og kurteist, og það skiptir óóótrúlega miklu máli!! Mundi segja að starfsfólkið var það besta við skipið. 
  • Einn ókosturinn var maturinn í kantínunni, hann var mjöööög lélegur, bragðlítill, mjög lítið úrval og frekar svona óhollur og ósjarmerandi. Ég borðaði þar þvisvar og skildi öll skiptin helminginn eftir. Svo ég lifði á pink lady eplum, granola stykkjum, oreo kexi sem ég keypti áður en ég fór inn og nammi úr Tax Free búðinni. Hljómar harkalega en þetta er því miður the tea –
  • Ekki það að ég vilji einblína á ókosti þá var lyktin í skipinu bæði sterk og ekki góð. 
  • Ekki misskilja mig, ég er 100% Team Smyril Line, á Seyðisfirði er skrifstofan og ég ólst upp með skipinu og vann á sumrin á bílastæðinu.
  • Það sem mér fannst algjört æði við ferðina mína var glugginn í herberginu mínu. Mæli með að taka herbergi með glugga.
  • Meira var það held ég ekki.

Það stórkostlegasta við þetta allt saman var að sigla inn Seyðisfjörð og svo vinka Dagnýju systir, og svo vinka pabba frá svölunum í vinnunni hans og loks mömmu við smábátahöfnina sem tók á móti mér.

Sóttkví gengur vel, ég eyði tímanum mínum í að vinna, skokka, æfa úti í sólinni (sólin er á Seyðisfirði btw), rölta uppí fjöll, hugleiða og gjörsamlega baða mig í staðreyndinni að ég er bara hér. Mér finnst það yndislegt.

Að sigla inn Seyðisfjörð –

Salurinn í kantínunni –

Fimmta dekk, þar er reception-ið, Tax Free verslunin, bíó-ið og veitingastaðirnir –

Herbergið mitt indæla –

Mamma og elsku litli besti Kasper (hundurinn okkar semsagt – að taka á móti mér <3

@helgiomarsson á Instagram

 

29

PERSONALYNDISLEGT

Þann þriðja júní síðast liðinn datt ég inní síðasta árið mitt sem tuttugu og eitthvað. Tilfinningin var góð og ég er hægt og rólega að komast yfir króníska dramakastið mitt yfir því að ég sé að eldast. Hægt og rólega sé ég að fá að eldast er hin besta gjöf sem við getum fengið. Sérstaklega þegar við erum alltaf að fá áminningu um að lífið er ekki sjálfssagt og hvað erum heppin að eiga í okkur og á og almennt bara að vera lifandi.

Við Kasper förum yfirleitt í afmælisferðir, Róm, París, Japan. En í þetta skiptið þá var fátt annað í boði að skella okkur í ferð innan landamæra Danmerkur. Hljómar alltílagi, en var miklu betra en það! Danmörk er ekki stór en hún er stútfull af allskonar demöntum. Við leigðum okkur sumarbústað á Sjálandi og fögnuðum afmælinu hans þann 31 maí, þar sem við fengum til okkar vini og grilluðum mat og okkur sjálf því það voru gullfallegar 23 gráður og í skjóli!

Þessi prins auðvitað með –

Elsku besta Ragga mín Nagli kom og heilsaði uppá mig.

Ég spáði frekar mikið í því hvað ég átti að bjóða uppá. Svo sá ég að þessi bakki var í sumarbústaðnum og svo amerískar pönnukökur og með því varð fyrir valinu – og kláraðist!

Fólkið mitt góða –

Yndislegu vinir mínir hjá Bake My Day gáfu mér þessa köku í afmælisgjöf!! Þau þekkja mig fram og tilbaka með þessa Nocco dós –

Instagram: @helgiomarsson

FÖSTUDAGSLISTINN –

FÖSTUDAGSLISTINNPERSONAL

Föt dagsins:
Ég er í nýju hettupeysunni minni sem ég keypti í gær. Hún er frá Helmut Lang og ég féll eiginlega alveg fyrir henni. Ég hef verið að versla svolítið frá Helmut Lang, skyrtan sem ég er í á myndinni hérna uppi er einnig frá því merki. Finnst fittin vera flott og efnin góð. Svo er ég í teddy jakka frá Levi’s því mér er mega kalt og í stórum stuttbuxum frá Champion. 

Skap dagsins:
Það er alltílagi. Þetta ástand hefur verið að hafa áhrif á sambandið mitt uppá síðkastið, svo það hefur klárlega áhrif á skapið á mér. Mér finnst ég alltaf vera í einhverjum rökræðingum sem skipta engu máli. Ég ætla samt ekki að láta það hafa áhrif á daginn, en við Nóel ætlum á Íslands bryggju og hitta nokkra góða vini!

Lag dagsins:
So Will I með Ben Platt, hitti beint í hjartastrengina og ég elska lagið og hann. Svo gjörsamlega stórkostlegur söngvari. Mæli með!

Matur dagsins:
Röggu Nagla matur, ég læri svo ótrúlega mikið af vinkonu minni og þegar ég fór að taka til mín svona matarformúluna hana fannst mér alltíeinu miklu skemmtilegra að elda mat. Hún leggur alltaf áherslu að á disknum er prótein, kolvetni og fita. Svo ég er farinn að fara útí búð og kaupa allskonar, svo bara negli ég þessu á pönnu, þessu í oft og steikja þetta og svo bý ég til disk með svona aaaaallskonar á! Ég hef aldrei stundað eins litla matarsóun og ég hlakka yfirleitt til að sjá hvað ég á til til að setja á diskinn okkar. Mjög skemmtilegt! Þarf ekki að vera einhver réttur, bara fullt af allskonar með allskonar kryddum. Svo nýta djúsí hummus sem sósu. Hvítlauks og chilli hummus er mjög vinsælt hér. 

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Miði heim til Íslands – skal fara betur útí það í næsta bloggi.

Óskalisti vikunnar:
Ég er með buxur frá Carhartt á heilanum – ég sá gaur labba í buxum og ég eiginlega elti hann til að sjá hvaðan þær voru. Þá sá ég Carhartt á hægri rass og þá var þetta komið. Þar er Carhartt búið hér uppí Nørrebro – og ég er að meta það hvort eigi að skella mér uppeftir í dag og máta allt líf úr mér og finna þær!

Plön helgarinnar:
Það er bara nokkuð kósí. Mig hefur langað að fara á stað sem heitir Dyrhaven með Noel. Mig langar að mála listana hérna heima, finnst sumir staðir verða svo ótrúlega asnalega skítugir alltíeinu. Þáttur á Helgaspjallinu er líka að fara inn og svo skipuleggja næstu viku. Eftir rólega mánuði er einhvernveginn allt að fara gerast hérna. 

Eigið góða helgi elsku vinir!

@helgiomarsson á Instagram

VILTU VINNA VÖRUR FRÁ SKIN REGIMEN?

GJAFALEIKURSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
Þessi færsla er í samstarfi við Skin Regimen –

Góðan daginn kæru vinir! Ég settist niður í gær á Trendnet instagraminu og fór yfir húðumhirðu með vörum frá Skin Regimen. Þið hafið eflaust séð það hjá mér áður einhversstaðar, en þessar vörur koma frá Davines þorpinu á Ítalíu þar sem sjálfbærni og náttúruleg og góð innihaldsefni eru í fyrirrúmi. Ég hef notað þessar vörur síðan í október, og það má segja að ég sé kominn með einskonar blæti fyrir þessum vörum. Þegar maður kynnir sér hugmyndina og vísindin bakvið vörurnar þá verður upplevelsið að nota þær bara svo miklu miklu betra. Hér má tildæmis bloggið sem ég gerði um vörurnar fyrir ekki svo löngu.

Ef þið eruð að lesa þetta mikið seinna en 12 tímum eftir að ég setti í Trendnet instagram story þá er þetta í highlights –

Ég endaði spjallið með veglegum gjafaleik þar sem hægt er að vinna alveg bilaðslega veglegan pakka frá Skin Regimen með öllum uppáhalds vörunum mínum:

  • Cleansing Cream
  • Enzymatic Powder djúphreinsi
  • Lift Eye Cream
  • Microalgae essence
  • 1.0 Tea Tree Booster
  • Urban Shield
  • Night Detox
  • Room Spray
  • Roll-on

Ef þið hafið áhuga á að vinna þetta endilega hendið ykkur inná Instagrammið mitt og takið þátt! x

Sjáumst á Instagram!

 

HVAÐ ER SVONA AÐ FRÉTTA?

OUTFITPERSONAL

Covid19, þúúúú .. já ég vil ekki fara að bölva hérna inná. Hér hjá mér lítur allt út fyrir að ég verði frá vinnu til hvorki meira né minna JÚLÍ. Ég á miða á Celina Dion bæði í Amsterdam og Kaupmannahöfn (super fan cheeeck) og gleymum ekki Eurovision sem ætti að fara að banka á dyr hérna á næstu dögum. Eurovision hefur verið stærsta lúxus áfallið held ég, ef við förum lengra úti það þarf ég að ýta á caps lock takkann og fá taugaáfall á lyklaborðið.

Ég er að vinna í því að komast aðeins heim til Íslands og hefur aðal hugmyndin að taka Norrænu frá Hirsthals sem siglir frá norðasta part Danmerkur og beint heim til Seyðisfjarðar. Það er ótrúlega sérstök tilfinning að vera “læstur inni” frá vinum og fjölskyldu. Fannst það gríðarlega óþæginlegt til að byrja með, en að eiga hundinn hefur verið heimsins stærsta blessun. Að öllu leyti í þessu öllu saman. Ég vona bara innilega að allir séu ferskir og fara varlega í þessu öllu saman. Einnig kemst ég ekki hjá því að hrósa heilbrigðismönnum alveg þúsundfalt og fjandinn hafi það gefið þeim launahækkun. Ef einhver hjúkka eða annar starfsmaður er að lesa, ENDALAUS kærleikur og styrkur og virðing til þín x

Jakki: Acne Studios
Bolur: Son of Tailor
Buxur: Whyred

@helgiomarsson á Instagram

CHILD RVK – SAMSTÖÐUBOLURINN TIL STYRKTAR KVENNAATHVARFS

UMFJÖLLUN

Á þessum skrýtnu tímum er fáranlega óþæginlegar staðreyndir um aukningu á heimilisofbeldi að rísa uppá yfirborðið og finnst mér mikilvægt að allir nýti rödd sína til að hrópa hátt. Þetta fer alveg ótrúlega mikið fyrir brjóstið á mér og finnst mér svo óþæginlegt að hugsa til þess hvað þetta er algengt, og á Íslandi sem og allsstaðar annarsstaðar. Á einn eða annað hátt finnst mér að við ættum að styrkja þau athvörf og starfsemi sem hjálpar konum að koma sér útúr ömurlegum aðstæðum og getur veitt þeim og börnum þeirra skjól og aðstoð.

Child Rvk er íslenskt merki sem hefur hannað samstöðubol þar sem ágróðinn rennur til Kvennaathvarfsins og þykir mér einstaklega aðdáunarvert að mennirnir á bakvið merkið nýti stöðu sína og rétta út hjálparhönd. Child er íslenskt og fáranlega flott street fatamerki, en að því koma Benedikt Andrason, Sigurður Ýmir Kristjánsson, Pétur Kiernan og Jóhann Kristófer. Alveg massa respect frá mér og það eyðinleggur svo sannarlega ekki að bolirnir eru stórkostlega nettir og einnig gott notagildi og tala nú ekki um eign sem minnir á þessa ótrúlegu tíma sem við erum að fara í gegnum. Góð saga að segja barnabörnunum ekki satt??

Bolirnir fást HÉRNA  og líta svona út:

Ég sverða að ég verð smá meir að skrifa allt þetta og er núna búinn að eyða tíma inná heimasíðu Kvennaathvarfins og ef það er einhver þarna úti sem þarf aðstoð hér er hægt að finna allar upplýsingar: HEIMASÍÐA – ekki hika við hafa samband.

Bolirnir kosta 6.499 – og eru fair trade og lífrænn bómull –

ÁST OG RESPECT Á CHILD RVK STRÁKANA – meira svona!

Instagram: helgiomarsson
Instagram: child.rvk

GLEÐILEGT SUMAR MEÐ SMÁRALIND!

66°NorðurÉG MÆLI MEÐI LIKEI WANTSAMSTARFSMÁRALINDSTYLE
Þessi færsla er í samstarfi við Smáralind

SUMARIÐ ER KOMIÐ!!!! 

Það er svo sannarlega komið hér í Kaupmannahöfn, ég sit á svölunum mínum í steik að skrifa þessi skilaboð. Ég hugsa alltaf til þess þegar ég var yngri að Sumardagurinn Fyrsti smá eins og afmæli, því við fengum alltaf gjafir, hvort svosem það var bara krítar til að teikna á stéttina, eða gömlu góðu plast boltarnir sem maður sparkaði uppí kletta eða hvað sem er. Mér finnst þessi hefð, geggjuð og er innilega eitthvað sem kickstartar sumarinu. Ég hef hingað til alltaf keypt handa Kasper og stundum sjálfum mér, ég ætla ekki að ljúga. Smáralind tók saman sumargjafahugmyndir og hafa verið með allskonar hugmyndir á Instagraminu – svo það fékk mig til að vilja setja smá lista fyrir mig. Kannski einhver þarna úti fær hugmyndir líka – let’s go!

1. Crossbody taska frá Carhartt, fáranlega flott fyrir sumarið. Hentar öllum lookum – komið á minn óskalista. Fæst í Gallerí17 – 
2. Kría Neoshell jakkinn frá 66°Norður, hinn fullkomni sumarjakki fyrir íslenskt veður. Léttur, tæknilegur og ógeðslega flottur – til í fleiri litum –
3. Máttúrinn í núinu, fullkominn lestur inní sumarið. Að lesa þessa bók er eins og drekka úr viskubrunni guðanna. Ég hef aðeins lesið hana á ensku og er að glugga í hana þessa dagana í Covid ástandinu – mæli ótrúlega með henni! Fæst í Pennanum –
4.  Rafmangshlaupahjól sem fæst í Símanum – tryllitæki nútímans, get ekki sagt ykkur hvað ég nota þetta mikið hérna í Kaupmannahöfn –


1. A Little Bit of Chakras, bók sem mig langar ótrúlega í. Ég er að læra inná chökrurnar þessa dagana, finnst þetta dásamlegar hugmyndir. Fór að lesa um þetta þar sem ég er að vinna í að laga húðflúr sem ég er með, mæli með að skoða aðeins um þetta, algjört feel good. – Fæst í Pennanum 
2. Carhartt skyrta frá Galleri17 – 
3. Sumarlegasta sem hægt að hugsa sér í sumargjöf. Ég get ekki sagt ykkur hvað ég væri til í að eiga mína eigin línuskauta og þrjóta um Amager Ströndina í sumar – fæst í Útilíf
4. Mindful leikföng fyrir alla, Lego Architecture – fæst í Lego búðinni 

1. Kríu buxurnar frá 66°Norður, tæknilegar, geta verið stuttbuxur og langar! Tilvaldnar fyrir pop-up á outfitti helgarinnar og enn betri fyrir göngur og fjallgöngur –
2. Astrology for beginners – því stjörnumerkin eru stórmögnuð fyrirbæri! Fæst í Pennanum – 
3. Tarot spil og leiðarvísir, AFÞVÍ AÐ – maður verður að fá Tarot spil að gjöf! Svo inní sumarið væri þetta tilvalin gjöf. Fæst í Pennanum – 
4. Apple Watch, er svo frábær gjöf. Fyrir hlaupatúrana, fjallgöngur, Apple Pay, bara name it. Þessi græja er með allt – Fæst í Epli

1. Tindur flíspeysan frá 66°Norður, must have og þessi litur finnst mér svo fáranlega flottur. Fullkomin fyrir sumarið (á Íslandi hoho) –
2. Mögulega sniðugasta sem ég hef séð og ætla panta mér eintak. Q&A for the Soul, efni fyrir næstu 5 ár. Fæst í Pennanum –
3. Nike Vapermax Flyknit, afhverju? Því þeir eru geggjaðir – fást í Air Smáralind
4. Buxur sem ég fann í Weekday, fannst þær mega nettar og léttar fyrir sumarið –


1. Japanese Style at Home – því ég og Kasper gátum ekki verið meira inspired eftir að komum heim frá Japan. Fæst í Pennanum – 
2. Léttur jakki frá Nike – fæst í Air Smáralind
3. Alt muligt bakpoki fyrir allt mögulegt líka í Air Smáralind
4. Meira Architecture frá Lego búðinni, því ég gat ekki valið á milli –

Mæli með Smáralind á Instagram – og einnig heimasíðunni Smáralind.is

Eigið yndislegan Sumardag Fyrsta!! x

@helgiomarsson á Instagram

PÁSKADAGSLISTINN –

FÖSTUDAGSLISTINNPERSONAL

Föt dagsins:
Ég er í langermabol frá Newline Halo og Nike buxum, mjög þæginlegum. Ég fór út með hundinn í morgun í langan túr og er í sömu fötunum. Fleira var það ekki!

Skap dagsins:
Ég er rosa góður. Ég væri að ljúga ef ég mundi að segja að ég hafi verið í hamingjukasti síðustu vikur. Covid19 ruglið fór mjög harkalega í hausinn á mér, og hef ekkert verið að tjá mig um líðan minn neinsstaðar, en núna er ég að rísa upp eins og fönixxxinn og takk og bless!

Lag dagsins:
ÖLL EUROVISION LÖG Í SÖGU EUROVISION. Er semsagt enn að jafna mig eftir að það var hætt við Eurovision svo ég er bara að horfa á gömlu keppnirnar á Youtube. Og nýja Mulan lagið með Christinu Aguileru. Mæli með!

Matur dagsins:
Kannski ekki rétti dagurinn til að spurja. Kasper er kominn með ÆÐI fyrir pítum. Svo ég eldaði pítur í gærkvöldi og svo gerði ég aftur í morgun, svona morgunmatarpítu. Ég er að sjálfssögðu með íslensku pítusósuna, svo þetta er bara frábært allt saman. Ég sverða að það verður pottþétt aftur í kvöld. Svo hef ég bara verið að ryksuga uppí mig páskaegg og narta í hrökkbrauð á milli.

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Eflaust bara hvað mér líður vel. Búið að vera frekar dimmir tímar í hausnum á mér svei mér þá. Svo hefur veðrið að sjálfssögðu verið gjörsamlega stórkostlegt hérna í Kaupmannahöfn.

Óskalisti vikunnar:
Góð spurning, hann er eitthvað rosa takmarkaður. Eina sem ég hef verið að skoða er blenderar, fann einn frá Zwilling sem mér fannst mega flottur. En mínir shopping dagar eru búnir allavega næstu mánuði. Við höfum verið að gera íbúðina fína og svoleiðis. Svo buddan er tóm í bili hjá mér.

Plön helgarinnar:
Við erum bara í kósí – og inni! Ég ætla að reyna æfa smá, enda veðrið geggjað og vil endilega nýta það. Við reynum að gera alltaf eitthvað með hundinum, sem er orðinn DAUÐþreyttur á okkur. Við höldum bara áfram að njóta og nýta tímann í eitthvað jákvætt. Ég er mikið að skoða myndir og vinna í hinu og þessu.

 

@helgiomarsson á Instagram
Minni á Helgaspjallið á Apple Podcasts og Spotify