fbpx

CHILD RVK – SAMSTÖÐUBOLURINN TIL STYRKTAR KVENNAATHVARFS

UMFJÖLLUN

Á þessum skrýtnu tímum er fáranlega óþæginlegar staðreyndir um aukningu á heimilisofbeldi að rísa uppá yfirborðið og finnst mér mikilvægt að allir nýti rödd sína til að hrópa hátt. Þetta fer alveg ótrúlega mikið fyrir brjóstið á mér og finnst mér svo óþæginlegt að hugsa til þess hvað þetta er algengt, og á Íslandi sem og allsstaðar annarsstaðar. Á einn eða annað hátt finnst mér að við ættum að styrkja þau athvörf og starfsemi sem hjálpar konum að koma sér útúr ömurlegum aðstæðum og getur veitt þeim og börnum þeirra skjól og aðstoð.

Child Rvk er íslenskt merki sem hefur hannað samstöðubol þar sem ágróðinn rennur til Kvennaathvarfsins og þykir mér einstaklega aðdáunarvert að mennirnir á bakvið merkið nýti stöðu sína og rétta út hjálparhönd. Child er íslenskt og fáranlega flott street fatamerki, en að því koma Benedikt Andrason, Sigurður Ýmir Kristjánsson, Pétur Kiernan og Jóhann Kristófer. Alveg massa respect frá mér og það eyðinleggur svo sannarlega ekki að bolirnir eru stórkostlega nettir og einnig gott notagildi og tala nú ekki um eign sem minnir á þessa ótrúlegu tíma sem við erum að fara í gegnum. Góð saga að segja barnabörnunum ekki satt??

Bolirnir fást HÉRNA  og líta svona út:

Ég sverða að ég verð smá meir að skrifa allt þetta og er núna búinn að eyða tíma inná heimasíðu Kvennaathvarfins og ef það er einhver þarna úti sem þarf aðstoð hér er hægt að finna allar upplýsingar: HEIMASÍÐA – ekki hika við hafa samband.

Bolirnir kosta 6.499 – og eru fair trade og lífrænn bómull –

ÁST OG RESPECT Á CHILD RVK STRÁKANA – meira svona!

Instagram: helgiomarsson
Instagram: child.rvk

GLEÐILEGT SUMAR MEÐ SMÁRALIND!

Skrifa Innlegg