fbpx

PÁSKADAGSLISTINN –

FÖSTUDAGSLISTINNPERSONAL

Föt dagsins:
Ég er í langermabol frá Newline Halo og Nike buxum, mjög þæginlegum. Ég fór út með hundinn í morgun í langan túr og er í sömu fötunum. Fleira var það ekki!

Skap dagsins:
Ég er rosa góður. Ég væri að ljúga ef ég mundi að segja að ég hafi verið í hamingjukasti síðustu vikur. Covid19 ruglið fór mjög harkalega í hausinn á mér, og hef ekkert verið að tjá mig um líðan minn neinsstaðar, en núna er ég að rísa upp eins og fönixxxinn og takk og bless!

Lag dagsins:
ÖLL EUROVISION LÖG Í SÖGU EUROVISION. Er semsagt enn að jafna mig eftir að það var hætt við Eurovision svo ég er bara að horfa á gömlu keppnirnar á Youtube. Og nýja Mulan lagið með Christinu Aguileru. Mæli með!

Matur dagsins:
Kannski ekki rétti dagurinn til að spurja. Kasper er kominn með ÆÐI fyrir pítum. Svo ég eldaði pítur í gærkvöldi og svo gerði ég aftur í morgun, svona morgunmatarpítu. Ég er að sjálfssögðu með íslensku pítusósuna, svo þetta er bara frábært allt saman. Ég sverða að það verður pottþétt aftur í kvöld. Svo hef ég bara verið að ryksuga uppí mig páskaegg og narta í hrökkbrauð á milli.

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Eflaust bara hvað mér líður vel. Búið að vera frekar dimmir tímar í hausnum á mér svei mér þá. Svo hefur veðrið að sjálfssögðu verið gjörsamlega stórkostlegt hérna í Kaupmannahöfn.

Óskalisti vikunnar:
Góð spurning, hann er eitthvað rosa takmarkaður. Eina sem ég hef verið að skoða er blenderar, fann einn frá Zwilling sem mér fannst mega flottur. En mínir shopping dagar eru búnir allavega næstu mánuði. Við höfum verið að gera íbúðina fína og svoleiðis. Svo buddan er tóm í bili hjá mér.

Plön helgarinnar:
Við erum bara í kósí – og inni! Ég ætla að reyna æfa smá, enda veðrið geggjað og vil endilega nýta það. Við reynum að gera alltaf eitthvað með hundinum, sem er orðinn DAUÐþreyttur á okkur. Við höldum bara áfram að njóta og nýta tímann í eitthvað jákvætt. Ég er mikið að skoða myndir og vinna í hinu og þessu.

 

@helgiomarsson á Instagram
Minni á Helgaspjallið á Apple Podcasts og Spotify

HÚÐVÖRURNAR SEM ÉG FÉLL KYLLIFLATUR FYRIR -

Skrifa Innlegg