fbpx

HÚÐVÖRURNAR SEM ÉG FÉLL KYLLIFLATUR FYRIR –

Þessi færsla er í samstarfi við Skin Regimen

Það var fyrir meira segja nokkrum mánuðum síðan. Ég hef unnið með Bpro lengi en þau sérhæfa sig í hárvörum, flytja inn merki eins og Label:M, HH Simonsen, Marc Inbane, Davines, Comfort-Zone og fleira. Ég er gríðarlega þakklátur að vinna með þeim því ég hef fengið að kynnast vægast sagt geggjuðum vörum. Ég var þarna einn daginn, og rekst svo á þetta SkinRegimen sem þau voru nýbúin að taka inn. En þetta eru semsagt húðvörur frá Davines village þar sem þau meðal annars rækta innhaldsefni í vörunum sínum (haaaallóóó) – Comfort Zone er einnig inní því þorpi, en nýjasta viðbótin er semsagt: Skin Regimen

Ég gjöööööööööörsamlega féll fyrir þeim. Fyrsta var að ég vissi að þetta kæmi úr Davines village, sem er eitt og séð garanteruð gæði og sjálfbærni og unnin með endurnýtanlegri orku. Davines er nefnilega fimmtán skefum á undan.

Slagorðið er Fast living – slow aging og er það hugmyndin á bakvið vörurnar. Ég get ekki einu sinni lýst því hvað mér er búið að finnast gaman að fræða mig um þessar vörur og baksögu. Hægt er að lesa meira um vörurnar HÉR – en ég ætla sýna ykkur hvernig ég nota mínar vörur –

____

Not too long ago I was introduced to this skincare brand – Skin Regimen. I quickly became sort of obsessed with it really quickly after I learned about the ingredients and backstory. They come from the Davines village in Parma, Italy where sustainability and clean energy are number one. The work behind the products and everything about them I just find so fascinating so I wanted to share some of my favorites. For english you can check this out

Cleansing Cream
Fyrst og fremst, ÞRÍFA HÚÐINA – 

Segi ég samt, gerði það aldrei af viti eða reglulega fyrren ég fór að nota Skin Regimen, þetta er major key og þessir hreinsir er guðdómlegur – og endist endalaust

Enzymatic Powder
Þessi gaur djúúúúphreinsir húðina, stútfullt af grænþörungum og ensímum. 

Urban Shield SPF30
Ég er alltaf að læra meira og meira hversu mikilvæg sólarvörn er, sérstaklega með hækkandi aldri!

Lift eye cream
Algjört uppáhald, inniheldur koffín og styrkir skraufþurra augnumgerðina mína og vinnur að línum og þéttingu. 

1.0 Tea Tree Booster
Það hefur áður komið fram að ég elska Tea tree og hentar það húðinni minni fáranlega vel. Þetta undrakrem hreinsar húðina extra vel og hún inniheldur líka möndlusýru og Longevity sem bætir ásýnd (veitir ekki af) og dregur saman svitaholur.

.. svo er það AAAAAÐAL .. 

AAAAALGJÖRT AÐAL

Night Detox
Þetta er svolítið the one and only – ég er auðveldlega búinn að fara í gegnum tvær dósir og ég gjörsamlega elska þessa vöru. Hún er sérstaklega hönnuð fyrir nóttina með réttum ilmolíum og kremið er kælandi og styrkir og stinnir. 

Hydra Fluid
.. svo er hydra fluid í aaaalgjöru uppáhaldi. 

Ég hef notað þessar vörur uppá dag síðustu mánuði, og fá fullt hús af meðmælum frá mér.

Vörurnar fást HÉR fyrir áhugasama –

@helgiomarsson á Instagram
Helgaspjallið á Apple Podcasts & Spotify

ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR HJÁ 66NORTH - ONLINE

Skrifa Innlegg