fbpx

ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR HJÁ 66NORTH – ONLINE

Þessi færsla er í samstarfi við 66°Norður

Hvaða dagur er í dag?

Allavega! Þið getið nótað niður í dagatalið ykkar að í mars og apríl þá er 66°Norður með lagersöluna sína. Ég er alltaf spenntur að sjá hvaða flíkur eru á útsölunni og í þetta skipti er öll gleðin á netinu, útaf Covid ástandinu. Að sjoppa á netinu er alltaf skemmtilegt og hef ég verið of duglegur þessa dagana. Á hverjum degi er ég að bíða eftir póstmanninum. Ég ákvað að taka nokkrar fallegar flíkur saman sem eru í boði í þessari 2020 lagersölu og ég sá að þarna eru flíkur sem ég á og gjörsamlega elska og er mjög hissa að sjá aðrar, hélt að margt af þessu var löngu uppselt. Let’s go!


1. Hvannadalshnjúkur jakkinn – Þennan á ég og hef notað alveg fáranlega mikið. Þetta er mjög tæknilegur jakki og er þriggja laga. Ég hleyp í honum á veturna, og hef notað hann allt árið. Svo er hann líka svona extra flottur, ekki of útvistalegur. Mjög töff og street líka –
2. Grandi peysa
3. Grandi bakpoki
4. Langjökull jakki síður – er kominn með eitthvað blæti fyrir síðum jökkum, punktur. Þessi er á 50%. 


1. Hólar Anorakkurþessi hefur komið mér alveg sérstaklega á óvart. Hann er svo fullkominn haust og vor jakki, hef notað hann alveg fáranlega mikið og hefur hann mikið notagildi. Mér finnst ég aldrei vera of kalt eða of heitt í honum. Fær fullt hús stiga frá mér.
2. Logn hettupeysa
3. Nes þriggja laga jakkiÞetta er ein flíkin sem ég var hissa á að væri enn til. Ég hef séð þennan jakka nokkrum sinnum á götum Kaupmannahafnar og er svo ótrúlega ánægður með hann sjálfur. Hann hefur verið mikið notaður og svo er endurskínið í honum náttúrulega alveg geggjað –


1. Keilir windstopper anorakkurég hef ekki séð þennan áður en finnst hann alveg ógeðslega flottur. Liturinn geggjaður og hann er einnig tæknilegur. Væri svo nettur í útihlaupin þessa dagana.
2. Grettir hlaupabuxurEf þið hafið ekki prufað hlaupabuxurnar frá 66° þá mæli ég með að allavega prófa. Finnst þetta bestu tights sem ég á og hef prófað –
3. Askja hettupeysaÉg er lengi búinn að spá í að kaupa þessa bara í XL, því mér finnst hún geðveik og á svipaða frá Acne Studios. Mundi segja að tíminn væri núna, hallóó lagersala
4. Askja flíspeysaafþví hún er geðveik .. 

1. Laugardalur jakkiannar jakki sem ég var hissa að væri á útsölunni, en minn er búinn að vera fara milli manna uppá Elite skrifstofunni og hefur verið mikið í láni. Ég gjörsamlega elska minn – og hann er kominn aftur í mínar hendur –
2. Skógar rúllukragabolurá þrjá og nota endalaust. Kuldaperri og hún heldur góðum hita. Mæli líka með venjulegu bolunum ef þið finnið þar einhversstaðar  
3. Tangi peysaþví hún er Helgaleg og geggjuð  
4. Tvíoddi 3 in 1 jakkiskel, dúnjakki og fáranlega fallegur jakki á 50% afslætti

1. Þórsmörk, the one and only á mjööög góðum afslætti – tvær týpur í boði
2. Langjökull síður jakki – því hann er síður
3. Arnarhóll taska
4. Dalvík langermabolur – kósý Helgi, á þessa í burgundy rauðum og hún er mjög mjög mikið notuð. Með svona litlum hitapúðum inní. Geggjuð flík

Happy shopping!

@helgiomarsson á Instagram
Helgaspjallið á Apple Podcasts og Spotify

DAGUR Í LOCKDOWN-I Í KAUPMANNAHÖFN

Skrifa Innlegg