fbpx

SUNDAYS ..

LÍFIÐ

Fallegur danskur sunnudagur innihélt hjólatúr með mínum mönnum (söknum Ölbu!!) sem endaði hér, með Bamba í dásamlegu umhverfi sem minnti einna helst á ævintýraheim. Gunnar Manuel er svo áhugasamur um dádýrin sem við heimsækjum reglulega og í þetta sinn létu hreindýrin líka sjá sig. Það styttist auðvitað í jólin – ætli þau séu ekki að bíða eftir því að jólasveinninn sæki þau ;)

Þessir litir, þessi fallegu dýr, sólin á milli trjánna … andleg næring!

Kápa: Nors Projects frá Húrra Reykjavík (gamla góða dregin fram) Skór: Isabel Marant, Buxur: AndreA

GM og þetta hárband haha, honum finnst þetta rosa töff. Auglýsinga svitaband sem Gunni fékk gefins frá sponsor á æfingu í haust. Peysa: 66°Norður (gjöf), Buxur: iglo+indi, Skór: Vans

Vonandi áttuð þið góða helgi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ELLIE GOULDING GEGGJUÐ Í ÍSLENSKRI HÖNNUN

Skrifa Innlegg