fbpx

SMÁFÓLKIÐ: AFMÆLISVEISLA

ALBALÍFIÐ

Afmælis-Alban var í skýjunum með veislu helgarinnar! Ég tók nokkrar myndir og leyfi þeim að leka í persónulegri póst sem er viðeigandi af og til.

Stúlkan bað um bleikt þema, eins og áður sagði … mamman varð að ósk hennar.

Ég er lélegur bakari en bjargaði mér með einfaldari leiðum í veitingum. Besta ráð til þeirra sem eru í sömu stöðu er að huga enn betur að skreytingum, hitt kemur með kalda vatninu. Ég keypti diska, glös, rör, popp boxin og fánana allt frá Amazon. Eitthvað keypti ég síðan aukalega hér í bæ.

Ég leyfi myndunum að tala sínu máli –

 

image-90 image-92
image-91image-93image-95 image-96photoimage-98 image-99 image-100image-94

Ég byrjaði á pulsupartýi. Fannst það ágætlega viðeigandi þar sem afmælið fór fram í Þýskalandi – allavega safe. IKEA eru svo sniðugir að selja partýpakka sem inniheldur 32 pylsur, pylsubrauð og allt meðlæti sem þarf til. Mjög sniðugt, mjög ódýrt og mjög vinsælt meðal smáfólksins. Þekki það ekki hvort sænski risinn bjóði uppá það á Íslandi?

Eftir pylsuát var skipt yfir í þau sætindi sem í boði voru.
Þær veitingar sem sjást á myndunum verða taldar upp hér að neðan – frá fyrra holli dagsins.

Afmæliskaka
Betty Crocker klikkar ekki. Smá rauður matarlitur settur út í smjörkremið sem bjó til ljósbleika litinn. Ég setti tvö röndótt rör sitthvoru megin og festi íslenska fánann á þau. Auðvitað var síðan  1 2 3 4 5 6 kertum bætt við.

Skreyttir sykurpúðar
Það hefur verið vinsælt í íslenskum afmælum að baka svokallaðar pinnakökur. Ég lagði ekki í slíkan bakstur þó hann sé mögulega einfaldur? Hér voru keyptir sykurpúðar og hvítt súkkulaði. Sykurpúðarnir settir á pinna og þeim dýpt í bráðið súkkulaði og velt uppúr skrauti. Bara nokkuð ágætt – það allavega lúkkaði ;)

Popp í skálar
Fékk þá hugmynd að láni einmitt héðan af Trendnet hjá vinkonum Svönu á Svart á hvítu. Það vakti lukku

Niðurskornir litríkir ávextir
Á myndunum sjáið þið melónur. Þær eru svo fallegar og hentuðu litaþemanu okkar vel.

Marens með rjóma og ferskum berjum
Aftur, fallegt fyrir augað.

image 3 image 5 image-2 DSCF6596image-4image image


Við settum upp stólaleik, stoppdans, grísaleik, limbó, pakkaleik og allt sem okkur datt í hug að vekja myndi lukku barnanna. Fyrir mig var afmælisveislan hin besta tungumálakennsla því börnin börðust um orðin. Ég þurfti oftar en ekki að kalla á “túlk” – mann eða dóttur. Ég er nefnilega alls ekki orðin flúent sjálf.
Í lok dags kvöddum við með pappírs páskaeggjum (líka keypt í IKEA) með glaðning, sem vinirnir fengu með sér heim. Gestir kvöddu glaðir í bragði og afmælisbarnið hamingjusamari sem aldrei fyrr. Þá var markmiðinu náð hjá okkur foreldrunum. … Og þá tók við Íslendingaboð – það var meira afslappað og notalegt.

Móðir til sex ára er eitthvað svo ótrúlegt, tíminn líður svo hratt! Ár hvert verð ég svo meir, Alba er auðvitað það sem ég er stoltust af í þessu lífi, eins og allar mæður þekkja. Þetta árið héldum við loksins partý – en það hefur ekki alltaf verið í boði. Menningin í Frakklandi (þar sem við bjuggum síðast) er til dæmis önnur en hér hjá Þjóðverjanum. Þetta var því sérstaklega góður dagur fyrir heimasætuna.

Á afmælisdeginum, í gær, var rólegri stemning og það var ósköp ljúft. Ég setti inn mynd á Instagram og fékk í kjölfarið spurningar hvaðan blaðran væri keypt – hún var auðvitað punkturinn yfir i-ið í skreytingum. Mig langar að eiga svona í herberginu hennar alllt árið um kring, en það yrði mögulega eitthvað vesen. Hún var keypt í sérstakri blöðrubúð hér í Köln – þar var brjálað að gera og mikið úrval í boði. Viðskiptahugmynd fyrir einhvern? Nee myndi kannski ekki standa undir sér á litla Íslandi. Hún fæst kannski í öðrum verslunum með gjafavöru. (uppfært: Blaðran er til sölu í partýbúðinni)

Blússan er frá einu af mínum uppáhalds barnafatamerkjum: How to Kiss a Frog … en hana fékk ég í Biumbium Store á Íslandi. Þar fást mjög mikið af fallegum skandinavískum klæðum á yngsta fólkið – mæli með!

10955638_10152820069457568_4803743241906723756_n-1

Jæja … ég man ekki hvenær ég skrifaði svona langan og persónulega færslu síðast. Þið eruð líklega löngu hætt að lesa ;)

Góðar stundir yfir hafið bláa !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. Elsa B

    1. April 2015

    mér finnst persónulegir póstar mjög skemmtilegir, ALDREi hætta þeim

  2. Hrafnhildur

    1. April 2015

    Sammála Elsu, mjög gaman að lesa:) til hamingju með dótturina!

  3. Vala

    1. April 2015

    Blaðran er fáanleg í Partýbúðinni fyrir áhugasama :) Til hamingju með stelpuna :)

  4. Agnes Eva

    1. April 2015

    Til hamingju með litlu dömuna! Lang skemmtilegast að lesa persónulegar færslur :)

  5. LÁN AÐ BJÓÐA

    4. April 2017

    LÁN AÐ BJÓÐA

    Ég er ánægður í dag sem ég fékk lán frá þessu lögmætt fyrirtæki eftir margra ára verið fjárhagslega niður og fékk líka svíkja mig í leiðinni þangað til að ég hitti frábært, maður sem hjálpaði mér með láni $30,000 og ég mun ráð öll lán umsækjendur að hafa samband við þetta fyrirtæki á: loanmartloanfunds@gmail.com