fbpx

MARC JACOBS STARTAÐI TRENDINU

FASHIONFÓLKTREND

1

mj
London – mars 2013

Þegar ég heimsótti London með Coke Light fyrir rúmu ári síðan spottaði ég Marc Jacobs klæðast gömlu góðu Adidas skónum, Stan Smith. Þessa dagana opna ég ekki blogg eða tískusíður og tímarit nema að blessuðu skórnir fyrirfinnist. Skórnir eru því án efa orðnir stórt trend og spurning hvort minn maður, Marc Jacobs hafi startað trendinu?
Örugglega …
HÉR minntist ég sérstaklega á skóna en þá hafði ég ekki séð þá áður í notkun (nema auðvitað löngu löngu áður) …

Ég reyndi að grafa upp skóna á manninn minn en hann átti slíka fyrir mörgum árum. Þeir fundust ekki.
Mér finnst þeir lúkka vel og leyfi götustíls myndum að selja mér þá en hef ekki mátað þá ennþá.

Stan Smith eru löngu orðið trend. Sem hentar vel fyrir íslenska sumardaga – ekki rétt?

Jacobs veit hvað hann syngur ….

xx,-EG-.

ÞEIR URÐU MÍNIR

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Hafdís

  28. April 2014

  Það er ekki svo langt síðan einum svona bláum var hent sem ég átti, vel slitnir! Langar að máta eina græna núna! :)

  • Elísabet Gunnars

   29. April 2014

   Þeir lúkka – það er allavega á hreinu. :)

 2. Kristín

  29. April 2014

  Ohhhh átti heima í mínum grænu í nokkur ár og hef alltaf saknað þeirra. ..sjúklega þægilegir og pössuðu við næstum allt!

 3. Hildur Ragnarsdóttir

  29. April 2014

  ég elska gömlu adidas! bæði stan smith og superstar original eins og ég keypti mér í NYC

  sumarlegt og fínt (y)

  xx

  • Elísabet Gunnars

   29. April 2014

   Ótrúlega Hilrag legt trend finnst mér :)
   Púllar það 100%.