fbpx

SJÁUMST Í DAG MJ

FÓLK

Þar sem ég er svo heppin að fá að hitta Marc Jacobs í dag, þá ákvað ég að setja saman stutta samantekt um hann.

Marc Jacobs, sem verður fimmtugur á árinu, er amerískur hönnuður, fæddur í New York og búsettur í París. Hann er yfirhönnuður Marc Jacobs og Marc by Marc Jacobs ásamt því að vera listrænn stjórnandi hjá Louis Vuitton. Til vitnisburðar um hversu stór og áhrifamikill hann er, þá var hann á lista hjá Times Magazine yfir 100 áhrifamestu persónur í heiminum, þá er hann talinn vera einn af valdamestu samkynhneigðu persónum Bandaríkjanna.

MJ á langan og farsælan feril að baki og hefur unnið til gríðar margra verðlauna. Nýjasta verkefnið hans er samstarf hans við Coke Light. Þar verður hann listrænn stjórnandi á 30 ára afmælisári vörumerkisins, sem er einmitt ástæðan fyrir heimsókn minni til London.

MJ hannar línur á dömur, herra og börn undir merkjunum Marc Jacobs, Marc by Marc Jacobs og Little Marc Jacobs. Þá hannar hann einnig vinsæla aukahluti og þar má nefna töskur, gleraugu, úr og ilmvötn.

MJ er mjög litríkur persónuleiki eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Dugnaðarforkur!

Sjáumst í dag –

xx,-EG-.

.

GRÉTA KAREN

Skrifa Innlegg