fbpx

DRESS: DAY OFF

DRESSLÍFIÐ

Ég hefði getað klæðst hverju sem og samt lúkkað alveg ágæt í þessu fallega herbergi  sem við fengum að láni í foreldrafríi fyrr í sumar. Hér er heimasnúllinn í hárinu á sínum stað, ekkert makeup eða glans heldur dugði það mér að vera með hamingju í hjarta þegar ég bað Gunna að smella af mér mynd með sídegisbolla í hönd.  Það er nefnilega þannig að maður þarf stundum frí frá börnunum sínum og það á ekki að vera neitt feimnismál að segja það upphátt. Ég elska ekkert meira en apakettina mína tvo en þegar þarna var  komið þá vorum við búin að vera saman í sérstöku dönsku Covid lífi, uppá dag, margar vikur á undan. Ég veit ekki hvort þau eða við vorum glaðari með smá aðskilnað hihi … það er gott að sakna og ég veit að margir foreldrar tengja við þá tilfinningu.

Ég fékk nokkrar spurningar út í skyrtuna en það er ekki í fyrsta sinn sem ég klæðist skyrtu af Gunna og fæ athygli fyrir vikið. Eins var spurt mikið um skóna sem ég keypti mér í febrúar en hef notað mikið eftir að fór að vora. Að neðan sjáið þið betur hvaðan hver og ein flík er ..

Skyrta: HAN KJØBENHAVN (kannski til í Húrra?), Leggings: Weekday, Skór:  Loewe/Mytheresa,
Hálsmen: AndreA, Sólgleraugu: Le Specs/Yeoman

Góðar stundir.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

HRINGUR Á FINGUR

Skrifa Innlegg