fbpx

HRINGUR Á FINGUR

SHOP

Ég kolféll fyrir þessum fléttuhring sem ég mátaði á þumalfingur á Revolver á tískuvikunni í janúar. Um er að ræða hring frá sænska merkinu Syster P sem AndreA selur í Hafnarfirði. Þið sem eruð að fylgja mér á Instagram vitið að  ég ber alltaf hring á þumalfingri og þið spyrjið mig reglulega hvaðan hann er, sá var keyptur í random skartgripa verslun í Halmstad fyrir   örugglega 11 árum síðan. Gunni gaf mér hring í gjöf sem var alveg óvart of stór og ég elskaði þumal lúkkið sem varð til þess að ég skipti aldrei í minni. 

Nú er kannski kominn tími til að eiga til  skiptanna, þessi fléttu fyrir fínni tilefni? Ég er allavega ennþá að hugsa um hann.

FRIYAY – skál í bubblur. Má vera kampavín eða bara sódavatn? Bæði betra ..

Að sjálfsögðu mjög fallegur á þessum fingri líka, fyrir þá sem það kjósa.

Eigið góða helgi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

COPY/PASTE

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1