fbpx

DRESS: BLEIKA EÐA BLÁA LIÐIÐ?

DRESS

Þó ég sé vissulega í bláa liðinu …  Áfram Gunni! ;)
.. þá er ég í bleika liðinu í október .. Þið líka?

Ef þið eruð ekki fyrir bleikt .. þá bið ég ykkur samt um að finna til bleika sokka, fylgihlut, eitthvað smá bleikt, bara á morgun, föstudaginn 11. október. Þennan eina dag biður Krabbameinsfélagið um aðstoð við að lýsa upp skammdegið í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Við verðum nú að svara kallinu – það er það minnsta sem við getum gert.

Hér að neðan var ég óvart í bleiku, á handboltaleik hjá mínum manni og mínu liði í síðustu viku. Ég var nánast jafn sveitt og leikmennirnir þegar þessi mynd er tekin eftir mjög spennandi leik. Ég lifi mig svo sannarlega inn í þessa íþrótt og læt alveg í mér heyra í stúkunni – annars er þetta ekkert skemmtilegt ;)

Ég fékk nokkrar fyrirspurnir um skyrtuna sem er ný frá Zöru og ég held hún komi í nokkrum litum. Hún er allaveg mjög góð í sniðinu og ég er strax búin að nota hana fullt. ? Get mælt með henni.

 

Buxur: Wrangler vintage, Skyrta: Zara, Taska: Balenciaga, Teygja: AndreA, Skór: Bianco (gamlir) 

Það eru vissulega til betri myndir af okkur hjónum …. en þessar verða að duga.

Ekki gleyma að fjárfesta í bleiku slaufunni: HÉR
Sjáumst í bleiku á morgun!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

 

ÞAÐ VAR VIRGIL ABLOH SEM HANNAÐI BRÚÐARKJÓL HAILEY BIEBER

Skrifa Innlegg