fbpx

ÞAÐ VAR VIRGIL ABLOH SEM HANNAÐI BRÚÐARKJÓL HAILEY BIEBER

FASHION

Trendnet sagði okkur frá brúðkaupi þeirra Hailey og Justin Bieber sem fram fór í síðustu viku. Það sem vantaði í þá frásögn var hverju hjónakornin klæddust? Ég beið spennt eftir þeim spennandi upplýsingum þangað til í gærkvöldi þegar þau leystu frá skjóðunni. Það var nýbakaða brúðurin Hailey Bieber sem birti myndir og upplýsingar um kjólinn á Instagram aðgandi sínum með þessum orðum:

@virgilabloh thank you for making my vision come to life and creating my dream dress. You and your @off____white team are incredible and I’m forever grateful I got to wear your beautiful creation. ❤️


Franski hönnuðurinn Virgil Abloh hjá OFF WHITE (!)
hannaði brúðarkjólinn í samstarfi við Haily sjálfa og útkoman er dásamleg. Bróderaði textinn setur punktinn yfir i-ið, “Till death do us part”  .. svo fallegt.

“Last Monday was the most special day of my life”

Solow & Co hringir á hjónunum

“9.30.19”

Virgil fylgdi fréttunum eftir á sínum Instagram miðli með teikningu af kjólnum áður en hann varð til – sjáið þið þessa fegurð!!

Æ ekkert er fallegra en ástfangin geislandi brúður og þessi kjóll gefur manni smá extra hlýtt í hjartað.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LÍFIÐ: HELGIN Í HNOTSKURN

Skrifa Innlegg