fbpx

TRENDNÝTT

Hailey og Justin Bieber giftu sig í gær (aftur!)

FÓLK

 

Það hafa margir aðdáendur ungu hjónakornanna Hailey og Justin Bieber beðið með eftirvæntingu eftir gærdeginum. Hjónin höfðu lýst því yfir að fram færi brúðkaupsveisla á lúxushóteli rétt fyrir utan Savannah, Georgia, þennan daginn.  Kirkjan að neðan er hluti af lúxus setrinu og áætla má að um hefðbundna vígslu hafi verið að ræða.

Módelið Hailey Baldwin Bieber (22) og Íslandsvinurinn og söngvarinn Justin Bieber (25) hafa þekkst frá því að þau voru unglingar en það var ekki fyrr en 2016 sem vináttan leiddist út í ástarsamband. Fyrst um sinn gekk ástin illa en leiðir þeirra lágu svo aftur saman 2018 og tveimur mánuðum síðar bað söngvarinn um hönd hennar þegar þau voru á ferðalagi í Bahamas. Síðar sama ár giftu þau sig en báðu vini og vandamenn um að bíða þolinmóð eftir brúðkaupsveislunni sem fram fór í gærkvöli.

Myndir af hjónunum kvöldið fyrir stóra daginn / Rehearsal dinner

Óaðskiljanleg síðasta árið –

@justinbieber á Instagram 
@haileybieber á Instagram

Trendnet óskar hjónunum innilega til hamingju ..


Vogue, 2018

//
TRENDNET

 

NÝTT & GLÆSILEGT LJÓS ÓLAFS ELÍASSONAR FYRIR LOUIS POULSEN

Skrifa Innlegg