English Version Below
MAISON CONDESA … leggið það á minnið ;)
Við Gunni vorum svo heppin að fá smá foreldrafrí frá börnunum þegar (m)amma mætti til okkar um helgina eftir tveggja vikna fjölskyldufrí í sumarhúsi á Spáni. Amma og Ömmusystir tóku því yfir fjölskyldufríið í sumarhúsinu og við hjónin stungum af í áhyggjuleysið.
Við völdum Altea sem áfangastað því bærinn var í þægilegri fjarlægð og við höfðum fengið fjölda meðmæla, frá t.d. Andreu sem bloggaði um þennan dásamlega bæ á dögunum. Ég á fullt af myndum frá gamla bænum sem ég ætla að deila með ykkur í næstu færslu en í dag verð ég að byrja á því að segja ykkur frá gistingunni sem við bókuðum algjörlega “last minute” og urðum alls ekki fyrir vonbrigðum. Ég hef sjaldan fengið eins mikið af fyrirspurnum á Instagram um hótel og því fær það sér færslu, enda tók ég nokkrar fallegar myndir á meðan dvöl okkar stóð.
//
We found this hidden pearl in Altea – Maison Condesa B&B. We loved everything about it, the view is breathtaking and I love the style and details of this Bed and Breakfast. When visiting new destinations I always try to find some lovely boutique hotels because I think it’s such a big part of your experience. You get much better connection with the staff and you feel more welcome and taken care of. We had this really nice guy who served us breakfast and was so helpful about everything we needed.
I was also charmed by their bar – Honesty Bar. They offer good selection and drinks, all with self service and you just write down what you take. Love the trust!
What we didn’t know is that they just opened this Friday so we were one of the first guests and almost had the hotel for ourselves – sooo nice! Alone in paradise –
Til að byrja með er kannski skemmtilegt að segja frá því að þetta er ekki hótel heldur B&B. Um er að ræða Bed&Breakfest sem ber nafnið Maison Condesa og er algjör draumur. Hótelið er staðsett í hlíðunum (Altea Hills) alveg við sjóinn sem ég hef sjaldan séð tærari. Ég heillaðist að hönnuninni og smáatriðunum þegar ég leitaði á netinu en Gunni hafði orð á því að þetta væri í fyrsta sinn sem hann kæmi á hótel sem liti betur út í raunveruleikanum heldur en á myndum – það eru góð meðmæli fyrir þau að fá.
Ég elska að hafa hafið nálægt og því var þetta útsýni eins gott og það gerist –
Morgunmaturinn var þjónaður fram af indælum starfsmanni sem sá um okkur þessa daga og við kynntumst ágætlega. Þegar við mættum fengum við að heyra að við værum allra fyrstu gestirnir því þau opnuðu á föstudeginum, það kom skemmtilega á óvart. Við höfðum ekki hugmynd um að þetta væri glænýtt.
Við vorum dekruð í döðlur og höfðum eiginlega hótelið útaf fyrir okkur.
Maison Condesa er lítið og persónulegt “adults only” hótel sem býður uppá nokkur herbergi og íbúðir. Þau bjóða uppá morgunmat og síðan er maður bara svolítið á eigin vegum eftir það. Það er honesty bar á hótelinu sem býður uppá gott úrval af drykkjum þar sem maður bjargar sér sjálfur og skráir síðan bara niður það sem maður tekur – elska þetta heiðarlega konsept.
Ég er svolítill hótel “perri”, ef maður má segja það, og hef síðustu árin valið mér falleg boutique hótel þegar ég hef tækifæri á því, finnst það gefa áfangastöðum auka upplifun. Það er með hótel eins og annað, ég kann alltaf mest og best að meta persónulegu nálgunina við starfsfólkið, frekar en að týnast í fjöldanum á stærri hótelum. Að Maison Condesa sér merkt B&B er ótrúlegt alveg, þarna leið mér eins og ég væri á hinu glæsilegasta hóteli en það er líklega þjónustustigið sem gerir þetta að B&B og mér fannst það einmitt henta mér mjög vel, góð þjónusta á morgnanna og þegar þörf var á en síðan fékk maður bara sitt rými eftir það.
Það tekur um 5-10 mínútur að keyra þaðan í miðbæinn sem ég hlakka til að kynna ykkur fyrir strax á morgun. Þangað til þá, takk fyrir öll skilaboðin og viðbrögðin á Instagram síðustu daga. Það gleður mig að vera virk fyrir ykkur þegar ég fæ svona mikla gleði til baka.
Tips til ykkar sem eigið leið hjá – það er hægt að fá góð verð núna á hótelinu á meðan það er svona nýtt en ég hef trú að það verði erfitt að fá herbergi þarna síðar meir.
Fleiri upplýsingar má nálgast: HÉR
p.s. ekkert samstarf hér eða þess háttar – bara elskaði upplifunina og deili því með ykkur.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg