fbpx

DRESS: SUNDBOLUR

DRESSÍSLENSK HÖNNUN
Sundbolurinn var gjöf/laun fyrir samstarf með Hildi Yeoman

Er þetta dresspóstur? Ég er ekki alveg viss …

Allavega, góðan daginn úr 30 gráðum, ég vil alls ekki sjá hærri tölu á mælinum en við fengum að finna fyrir hitabylgju fyrstu dagana hér á Spáni og það er bara alls ekkert næs. Eina sem hægt er að gera er að hanga í sundlauginni allan daginn og hvíla sig svo inni í loftkælingunni þess á milli. Svona var ég klædd, meira og minna, þegar það var sem heitast.

Vissuð þið að þetta er íslensk hönnun? Sumarlína Hildar Yeoman, Wanderer, innihélt einn sundbol og ég var fljót að kippa einum með mér í ferðatöskuna.

Ég sé fyrir mér að nota hann svona núna en svo við buxur í vetur – mikið notagildi.
Fæst: HÉR

xx,-EG-.

LYKKE LI Á ÍSLANDI

Skrifa Innlegg