Það var aldeilis rokrassgatið í franska hjá mér í dag eins og fylgjendur mínir á Instagram fengu að sjá.
Ég fór alsæl út úr húsi í nýrri útsölukápu frá Zöru. Ég asnaðist til þess að gleyma myndavélinni heima og því verða símamyndir að duga í þetta skiptið en þær gefa nýju flíkinni engan greiða. Betri mynd af kápunni sjáið þið líka: hér.
Kápa: Zara, Buxur: Miss sixty, Skór: Zara, Sólgleraugu: RayBan Aviator
Ég held að það sé komið ágætt af blá-teinóttu hjá mér í bili. En núna á ég buxur, blússu og kápu. Væri gaman að klæðast því saman við eitthvað tilefni – annaðhvort lúkkar það eða að það verður alveg glatað. Hvað haldið þið?
Allavega. Þetta var góður dagur. Miðvikudagar (frídagar) í franska eiga það stundum til.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg