fbpx

BLÁI DAGURINN

DRESS

Vitundar- og styrktarátakið BLÁR APRÍL fer fram í fimmta sinn og föstudaginn 6. apríl 2018 verður BLÁI DAGURINN haldinn hátíðlegur. Átakið miðar að því að fræða og upplýsa almenning um einhverfu og auka þannig skilning, viðurkenningu og samþykki á því sem er “út fyrir normið”. Því öll erum við einstök og höfum okkar styrkleika og veikleika og það á við um einhverfa eins og alla aðra. Einhverfa er alls konar! Forsvarsmenn Blás apríls vona að sem flestir sýni lit á morgun með því að klæðast bláu – ég tók smá forskot á sæluna og klæddist bláu um helgina, alveg óvart reyndar. Ég er spennt að taka þátt á morgun líka!

Jakki: Baum und Pfergarten
Buxur: Wrangler Vintage
Skór: Adidas

 

Hér fáum við svo smá innblástur til að velja dress morgundagsins –

MERKJUM #BLÁIDAGURINN á okkar BLÁU móment á samskiptamiðlum.
Áfram allskonar!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

iglo+indi x Care Bears

Skrifa Innlegg