fbpx

Baum UND Pferdgarten á ÍSLANDI

HEIMSÓKN

Íslendingar geta fagnað komu Baum und Pfergarten til landsins – dönsk gæðahönnun sem ég hef fylgst með í nokkur ár. Um er að ræða litríkar flíkur með smáatriðum sem gleðja augað.

Ég vissi ekki af tilveru verslunarinnar á Íslandi fyrr en ég fann þær á Instagram þegar ég ætlaði að merkja official síðuna á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Sýningin var ein af þeim sem ég heimsótti síðast og haustið lofar aldeilis góðu eins og þið sáuð á Trendnet Instagram story í janúar.

Í síðustu viku heimsótti ég verslunina á Íslandi og var í beinni á Trendnet Instagram story, HÉR. Hér að neðan sjáið þið nokkrar af þeim flíkum sem ég mátaði … og langaði að taka með mér heim ;)

Hugsað út í öll smáatriði ..

Dásamlega kápa í yfirstærð – köflótt við allt ;)

Jakki drauma minna .. og see-through kjóllinn sem hefur verið mjög vinsæll frá merkinu ..

Þessi kjóll er til í fleiri litum – og þetta snið er aldeilis málið ..

Dags og nætur ..

//

 

Á morgun, fimmtudaginn 22.mars, býður verslunin í partý til að fagna öllum nýju vorvörunum sem voru að detta í hús. Það er tilvalið tækifæri fyrir áhugasama að gera sér ferð í Garðabæinn og kynnast þessu merki frekar. Það verða veitingar og tilboð af völdum vörum samkvæmt mínum upplýsingum.

Hvar: Garðatorg
Hvenær: 17-20

Frábært hvað Ísland býður uppá fjölbreytta skandinavíska hönnun – ég held að ég sé ekki ein um að kunna vel að meta Baum und Pferdgarten.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HILDUR YEOMAN: VENUS

Skrifa Innlegg