Til hamingju með daginn, allar mömmur.
Ég hef áður bloggað á mæðradaginn til dæmis HÉR og á dögunum skrifaði ég líka um það hvernig það er að vera mamma hennar Ölbu HÉR. Ég elska að það sé til dagur sem er tileinkaður þessu stóra hlutverki. Það er ekkert sterkara en mæðra ástin og ég þakka fyrir börnin mín á hverjum degi. Þetta er krefjandi hlutverk og stundum er erfitt að finna milliveginn í því að bera ábyrgð á þessum krílum á sama tíma og þig langar að sigra heiminn í einhverju allt öðru. Ég er ekki fullkomin mamma en ég geri mitt besta og reyni að leiðbeina rétt. Ég horfi upp til mömmu minnar, stjúpmömmu minnar og tengdamömmu minnar og tek það besta í þeirra uppeldi og nýti í mínu. Það er samt svo mikilvægt að minna sig á það að í uppeldi er enginn ein rétt leið og þú veist alltaf best hvað hentar þínu barni. Pössum okkur til dæmis á því að bera okkur ekki saman við aðrar mömmur á samfélagsmiðlum. Þó að börnin séu alltaf hrein og fín og prúð og góð á skjánum þá er það ekki raunin, alla daga, öllum stundum í daglega amstrinu. Ég tók þá ákvörðun að leyfa börnunum mínum að vera sýnileg á mínum miðlum en þar er ég ekki að mynda þegar síðdegisþrotið kallar á okkur eða þegar það er matur út um allt og ég hef ekki komist í sturtu eftir ræktina … það er samt oft staðan hér, sem og annarsstaðar, ég stekk bara ekki til og næ í símann á þannig mómentum. Ég festi gullkorn á filmu því myndir eru minningar og það að hafa tækifæri á að skrifa litlar dagbækur hér eða á Instagram um lífið og tilveruna veitir mér ánægju. Mér finnst líka gaman hvað margir fylgjendur mínir virðast hafa gaman að því að komast svona nálægt persónulega lífi okkar – GM ofurkrútt á sína aðdáendur og það á Alba svo sannarlega líka.
Ó sú lífsins lukka að fá að bera titilinn, MAMMA.
Færslan átti upprunalega ekki að snúast um mikið annað en það hvað ég elska þessar myndir hér að neðan mikið, sem Saga Sig tók á brúðkaupsdaginn okkar Gunna síðasta sumar. Þetta eru eitt af sterkustu mömmu myndum sem ég á af mér sjálfri og mér þykir svo ótrúlega vænt um þær. Þetta er líka móment þar sem ég var næstum tilbúin (vissulega eftir að fara í kjólinn ..) og aðstoðardömurnar mínar báðu mig að slaka bara á og að þær myndu nú aldeilis sjá um að klæða drenginn. En þarna gat ég ekki hugsað mér að neinn annar nema ég fengi að klæða börnin mín. Ég var búin að hlakka svo til að leyfa þeim að taka þátt í deginum okkar. Alba var búin að vera með mér allan daginn en hann kom rétt í lokin, áður en að við héldum í kirkjuna.
Takk Saga, fyrir að fanga svona dýrmætt mömmu móment.
____
Gunni er ekki heima þessa helgina og við þrjú því búin að hafa það notalegt ein í danska kotinu. Að eiga sjálfstæða 10 ára dömu gerir heimilishaldið svo miklu einfaldara með einn kröfuharðann 3 ára snúð. Alba kann svo vel á bróðir sinn og er svo dugleg að hjálpa okkur pabba sínum í uppeldinu – við erum henni svo þakklát fyrir það. Auðvitað var ég, mamman, vakin með morgunmat á sunnudegi. Sundays .. er okkar uppáhalds hefð á heimilinu.
View this post on Instagram
Sundays .. ☕️ Mömmumolar græjuðu morgunmat fyrir mömmu sína á mæðradaginn. Heppin ég ?
Vonandi áttuð þið góðan dag <3 knús og kveðjur á allar mömmur dagsins. Þið eruð magnaðar, allar.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg