fbpx

MIKILVÆG MÖMMUKAUP

LÍFIÐSHOP

Í dag er Mæðradagurinn og það er einn af þeim dögum sem mér finnst svo ánægjulegt að sé til. Ég er mamma og á mömmu (og meira að segja fleiri en eina) og ég veit hversu krefjandi þetta dásamlega hlutverk þetta er. Börnin gráta, ég græt, börnin hlæja, ég hlæ … og svo framvegis … mömmur tengja.

Árlegt átak mæðrastyrksnefndar, mæðrablómið, hefur farið í sölu og í ár munu þær selja kerti með fimm mismunandi skilaboðum, hönnuð af Þórunni Árnadóttur. Kertin eru þannig að þú brennir kertið og þá koma skilaboð – mjög spennandi! 

“Ég skal mála allan heiminn elsku mamma”,
“Takk elsku mamma”,
“Þú ert best”,
“Þú ert ofurhetjan mín”,
“Fyrir heiminum ertu móðir,
“Fyrir mér ertu heimurinn”

Ég kveikti á mínu kerti fyrr í dag og hlakka til að sjá skilaboðin myndast. Mín verða “Ég skal mála allan heiminn elsku mamma” en það var forsetafrúin Eliza Reid sem kom með þá hugmynd að hafa þá fallegu línu með í herferðinni í ár.

Kertin verða til sölu í Kringlunni og Smáralind í dag en einnig má finna þau í öllum búðum Pennans Eymundssonar, í Epal Skeifunni, Hörpu og Kringlunni, Snúrunni og hjá Heimkaup.is, HÉR.

Allur ágóði af sölu Mæðrablómsins rennur í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar sem stofnaður var árið 2012. Sjóðurinn styrkir tekjulágar konur til menntunar til að auka möguleika þeirra á góðu framtíðarstarfi. Frá því að hann var stofnaður hafa verið veittir 170 styrkir til 100 kvenna.

Gleðilegan mæðradag allar mæður!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ: SM GULD

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. AndreA

    13. May 2018

    Þetta er svo fallegt – keypti einmitt svona handa mömmu minni <3