fbpx

SMÁFÓLKIÐ: ÞEGAR ÉG KLÆÐI ÞAU Í STÍL

ÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ
Fötin voru gjöf

Eins og þið flest vitið þá eru heil 7 ár á milli barnanna minna. Vegna aldursmunarins kemst ég sjaldan upp með að klæða þau í stíl. Alba (10) hefur sterkar skoðanir á sínu fatavali og ég reyni að leyfa henni það upp að vissu marki.  Við erum alls ekki alltaf sammála en það er partur af prógramminu held ég – mömmur tengja.

Ég var mjög glöð, að hún var glöð, með íslenska pocket kjólinn sem hún klæddist í stíl við bróður sinn í fermingarveislu fyrr í vor. Það er eitthvað svo sérstaklega sætt við það að klæða systkyni í stíl og þó að það séu mörg ár á milli minna barna þá kemst ég upp með það af og til.

Þessi samfestingur er auðvitað algjört æði!

Hattur: Petit (gamall), Sokkar: Petit, Skór GM: Vans, Skór Alba: Zara, Perluspenna: Glitter

Þið sem ekki þekkið brandið þá eru þetta föt sem stækka með börnunum – ég mæli með að kaupa stærra en minna og þá getið þið notað flíkurnar í mörg ár. Það er allavega reynslan á þessu heimili.

xx,-EG-.

 

AÐ FAGNA AFMÆLI Á MÁNUDEGI ..

Skrifa Innlegg