fbpx

AÐ FAGNA AFMÆLI Á MÁNUDEGI ..

LÍFIÐ

English Version Below

… er ekki alslæmt.

Blazer (uppáhalds flík í augnablikinu): H&M Trend, Buxur: Wrangler vintage, Skór: Zara

Ég vaknaði við börnin mín eldsnemma á mánudagsmorgni þegar þau færðu mér kaffibolla, afmælisgjöf og afmælissöng í rúmið áður en við héldum inn í daginn. Okkar leið lá í algjöra foreldra afslöppun og mikið dekur í boði betri helmingsins sem var óvænt í fríi frá æfingum á mínum degi. Það hefur verið á plani að heimsækja Comwell hótelið Kellers Park eftir að við keyrðum þar fram hjá fyrir nokkrum vikum síðan. Ég eyðilagði því smá “óvænta” bíltúrinn hjá Gunna þegar fyrsta spurningin mín var hvort við værum að fara þangað.


Það var að sjálfsögðu flaggað í morgunmatnum – mjög mikilvægur danskur siður.
Vinnudeit til hádegis – eftir að hafa borðað yfir sig var mjög ánægjulegt að sjá Mammoth stól frá Norr11 í betri stofunni – gæti vel vanist því að sitja í slíkum við vinnu alla daga.

Stuttur hádegishringur – mjög stuttur, við fundum þó brekkur sem gerði hann smá erfiðari. Gerist sjaldan í DK.

Wolford samfellan sést betur hér ..
Æi þetta var svo dásamlegur dagur. Við Gunni fullnýttum dekrið og hótelið bauð okkur í sérstaka slökunarmeðferð þegar ég sagði þeim að ég ætti afmæli (haha. um að gera að koma því að ;) )
Sundfötin voru afmælisgjöf sem ég opnaði fyrr um morguninn. Fást: HÉR í þremur litum. Frá Acne Studios.

//

Birthday on a Monday – not so bad. 
We went to Kellers Park spa located at Comwell hotel , about an hour drive from our home. Recommended!
Such a perfect start of the week. My swimsuit is from Acne Studios, find it HERE.

Takk fyrir mig elsku Gunni og takk öll kærlega fyrir kveðjurnar á mínum degi !! Þið eruð yndisleg.

xx,-EG-.

*ég tek það fram að við borguðum allt sjálf – hér er ekki um samstarf að ræða, annars hefði ég merkt það sem slíkt.
Þið spurðuð nokkrar að því á Instagram story. 

 

NÚMER TUTTUGU OG SJÖ

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Hildur Sif Hauksdóttir

  8. May 2019

  Æðislegur afmælisdagur!

 2. Andrea

  8. May 2019

  Til lukku með daginn þinn <3
  #27 greinilega að standa sig <3
  Hlakka til að koma og fagna þessu afmæli með þér
  LoveLove
  A