fbpx

NÚMER TUTTUGU OG SJÖ

Hálsmenið var gjöf frá Andreu

#27

Gunni, betri helmingurinn minn á afmæli í dag, 4.maí. Þegar þetta er skrifað er ég nýkomin heim af hans síðasta leik á þessu tímabili. Leikurinn endaði með sigri með einu marki þegar minn maður skoraði úr vítakasti á síðustu sekúndunni. Ég snéri baki í völlinn þegar hann stóð á línunni, ég höndla ekki svona álag á meðan hann er hinn yfirvegasti inná vellinum.

Færslan átti þó ekki að snúast um leik dagsins heldur meira um hálsmenið sem ég hef borið síðustu vikurnar. Ég var nefnilega svo heppin að eignast lukkunúmerið mitt, 27, um hálsinn þegar AndreA byrjaði loksins að selja tölustafi á dögunum. Hún skyldi reyndar ekki alveg hvers vegna ég valdi þessar tvær tölur, 2 og 7, fyrr en að ég útskýrði fyrir henni að Gunni bæri þær á bakinu inná handboltavellinum. Gunni ákvað að taka upp númerið 27 þegar hann fór í landsliðið í fyrsta sinn því þá hafði hann spilað með 7 og síðar 20 á bakinu – við mixuðum því þeim tölum saman og tengjum sterkt við þáf síðustu – hún virðist virka vel.

 

Ég tel mig svo heppna að hafa tekið þátt í ferðalagi atvinnumannsins míns frá barnsaldri en það eru kannski ekki margir sem vita það að ég er mjög mjög inni í hans leik þó ég hafi sjálf aldrei spilað handbolta (smá skandall, hefði örugglega verið mjög góð ;) haha). Ég elska að mæta á alla leiki, sama hversu mikilvægir þeir eru, og mér finnst ég gera mjög mikið gagn – all in í hrópum og köllum “áfram mínir menn”!  Það er orðinn kækur hjá mér að halda um þau hálsmen sem ég ber hverju sinni – ég fikta í þeim af og til í þessar 60 mínútur. Það er því ennþá meira við hæfi að hálsmenið sem ég held um séu hans happatölur.

 

LOVE LOVE passar vel við nýju tölurnar mínar #27

Notes Du Nord sloppur & hálsmenin tvö

Wolford samfella & hálsmenin tvö

Til hamingju með afmælið elsku besti ferðafélagi, við erum saman í þessum boltaleik eins og öðru í þessu lífi.
Mæli með að tengja tölurnar við íþróttirnar sem þið eruð í eða makar ykkar. Meira HÉR

xx,-EG-.

DRESS x 3

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Guðrún Sørtveit

  4. May 2019

  Svo fallegt <3

 2. AndreA

  4. May 2019

  Æði

  Til hamingju með Gunna sem var greinilega LUCKY 27 ídag:)
  LoveLove
  A