fbpx

VORIÐ Í WOLFORD

DRESSFASHIONSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við Sigurbogann 

Sigurboginn á Laugaveginum bauð mér í heimsókn til að skoða úrvalið á Wolford sokkabuxum sem þau hafa selt í yfir tuttugu ár í miðbænum.

Ég þekki vörumerkið frá tískuvikunum þar sem brandið hefur verið áberandi – t.d. í mörg ár á tískuvikunni í New York. Ég held samt að tísku tengingin komi miklu frekar frá stjörnunum vestanhafs, þar má nefna Kardashian systur sem mikla aðdáendur. Þær systur hafa búið til hæp á nokkrum af Wolford vörunum, meðal annars rúllukraga bodysuit sem fashionistan Kendall Jenner dressar svo fallega og Skintight dress sem Kim Kardashian notar óspart (!) –  einhverjir af lesendum mínum gætu orðið hissa á að sú flík sé frá Wolford? Kjólinn, sem Kim notar einnig sem pils, getið þið fundið í Sigurboganum í nokkrum litum. Flík sem er komin á óskalista undiritaðar. Annað tískutengt við merkið er sú staðreynd að Mario Testino tekur lookbookinum fyrir þau, það er mjög næs.

Elle, Glamour og Vogue hafa öll birt greinar um Kim Kardashian og hennar ást á þessum vörum sem hún notar óspart. Ég er því ekki fyrst til að segja frá ;)

Rúllukraga body/Colorado body
.. kemur í nokkrum litum.

 

Skintight dress
.. tilvalin flík þegar þú ert ólétt!

Ég valdi tvær uppáhalds vörur frá merkinu sem ég sýni hér að neðan en úrvalið er mikið og því mæli ég með heimsókn á Laugaveginn.

Elska elska þessar !

Þessi bodysuit heitir sleek bodysuit og ég á örugglega eftir að nota hann endalaust.

Til að bæta einu lúkki við þau tvö sem ég sýni ykkur að ofan þá má ég til með að segja ykkur að sokkabuxur við gallastuttbuxur er trend sem við munum sjá meira af í sumar. Við Íslendingar ættum að fagna því, við verðum nefnilega að klæðast sokkabuxum undir stuttbuxurnar ef sumarið verður eins og í fyrra. Það má sjá mig fylgja trendinu HÉR á Instagram eða í Yeoman færslunni minni HÉR. Ég tek mattar 50 den í svörtum ef þið viljið leika lúkkið eftir.

Takk fyrir mig Sigurboginn / WOLFORD á Íslandi.

xx,-EG-.

LÍFIÐ: SÆNSKA SÆLAN

Skrifa Innlegg