fbpx

LÍFIÐ: SÆNSKA SÆLAN

LÍFIÐ

Ég tók forskot á páskana með því að eiga yndis tíma í sænsku sælunni okkar síðasta sólahringinn. Í dag er föstudagurinn langi og flestir í fríi hér og þar um landið, eða heiminn. Ég er sjálf komin aftur til Danmörku þar sem betri helmingurinn fær ekkert frí frá handboltanum (er á æfingu þegar þetta er skrifað) og við því föst í okkar ágætu rútínu næstu daga, þó með gestagangi, góðum mat, sumar og sól í lofti og að sjálfsögðu nóg af súkkulaði. Í fyrra var ég alein heima með yngra barnið mitt á páskunum og því fagna ég fullu húsi að þessu sinni en ætla samt ekki að gleyma að njóta þess að vera í fríi, með fætur upp í loft.

Það er ekki bara Ása Regins sem hvetur okkur til að setja fætur upp í loft af og til … ;) (þeir tengja sem tengja)


Skór: Zara

Besta stefnumót með mínum mönnum, í sænsku sælunni –

Ótilhöfð en aldrei liðið betur … sjórinn gefur mér svo mikla auka orku.

Kjóll: Úr undirfatadeild Lindex, Buxur: AndreA, Skór: Zara, Sólgleraugu: VERA Stockholm

Eitt að lokum, eruði ekki öll að fylgja mér á Instagram?
HÉR er rosa veglegur gjafaleikur sem ég vona að enginn sé að missa af!

Gleðilega páska kæru lesendur.

xx,-EG-.

#FYRIRFANNEY

Skrifa Innlegg