UPPFÆRT
TAKK allir fyrir þáttökuna hér að neðan. Getum við stofnað hlaupahóp og farið allar saman hring við tækifæri?
Með hjálp random.org hef ég loksins dregið út vinningshafa og er sú heppna Dóra Sif Sigtryggsdóttir
“Dóttir mín, Hulda Björg Hannesdóttir eða “aldamótarbarnið”eins og íþróttafréttamenn kalla hana, spilar fótbolta með Þór/KA á Akureyri – æfir mjög mikið þannig að þvottavélin hefur vart undan – myndi vilja gefa henni þetta dress ekki skemmir að hún er sjúk í NIKE “
_________________
Þetta æfingadress getur orðið þitt!
Ég elska þennan tíma árs þegar kemur að hreyfingu. Útihlaup í blíðviðri er mín uppáhalds hreyfing og ég nýti hvert tækifæri til slíks. Ég hef áður rætt það á blogginu hvað hlaup gerir mikið fyrir andlega þáttinn. Þar hreinsa ég höfuðuð og nýt þess að vera til. Á hlaupum fæ ég líka mínar bestu hugmyndir.
Þetta vorið hleyp ég í nýjum hlaupaskóm frá H verslun sem ég heimsótti í byrjun árs. Einhverjir fylgdust með þeirri heimsókn á Instagram story hjá mér. H verslun er netverslun sem áður hét Nike verslun en skipti um nafn þegar vefsíðan H Magasín opnaði fyrir nokkru síðan.
Þó það hljómi kannski skringilega þá er það staðreynd að maður er duglegri að æfa þegar maður klæðist nýjum æfingafatnaði. Það er eitthvað við það sem gefur smá auka kraft og gleði. Ég ætla því að gefa einum heppnum lesanda tækifæri á að upplifa það.
Í samstarfi við Nike á Íslandi gef ég eitt heildarlúkk – frá toppi til táar – í stíl við það sem ég hef verið að hlaupa í undanfarið. Persónulega vel ég einfaldann íþróttafatnað – beisik er best þar eins og annarsstaðar ;)
Ég valdi úr netverslun hárbönd, aðhaldstopp, hlýrabol, bestu buxur, hlaupaskó, sokka og brúsa. 7 Nike vörur að verðmæti 60.000 krónur (!!)
Sjálf á ég svarta bolinn og sömu skó sem ég get vel mælt með eftir að hafa hlaupið í þeim í nokkra mánuði núna.
Þið ættuð að hafa rekist á það hjá mér á Instagram story (@elgunnars).
LEIKREGLUR
1. Skrifaðu komment við færsluna að neðan – væri gaman að heyra hvort þú stundir hreyfingu? Og ef svo er hvaða hreyfing hentar þér best?
2. Smelltu á Facebook “deila” hnappinn niðri til hægri.
3. Ert þú að fylgja Elísabet Gunnars á Facebook: HÉR og á Instagram: HÉR (ekki skilyrði til að vera með en mér þætti vænt um að sjá ykkur þar)
Ég dreg út heppinn lesenda á föstudag (16.júní) <3
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg