fbpx

TOPPLISTINN 2016

LÍFIÐ

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur! Ég trúi því ekki að árið 2017 sé gengið í garð en tek því þó fagnandi.

Nýtt ár býður uppá ný tækirfæri – þorum að grípa þau!

Ég tók saman árið 2016 hér á blogginu og ætla að sýna ykkur mest lesnu póstana. Ég tók út alla gjafaleiki sem fá oftast góða þátttöku. Þegar ég fór yfir póstana þá var ég ánægðust að sjá hversu jafn lesturinn er á mína pósta, þannig er t.d. ekki mikill munur á lestrartölum þessa 12 vinæslustu pósta.

Ég þakka kærlega fyrir heimsóknir ykkar á árinu – án ykkar myndi ég ekki halda mínum metnaði. Takk!

VINSÆLUSTU FÆRSLURNAR ÁRIÐ 2016
(smellið á fyrirsagnirnar til að fara inní póstana)

12 – LÍFIÐ
Við áttum yndislegan dag með okkar nánasta hring þegar við skírðum drenginn okkar í gær. Gunnar Manuel var ansi ánægður með nafnið sitt og tók virkan þátt í skírninni með sinni háværu rödd, gestum til mikillar gleði og hláturs. Eftir athöfnina röltum við svo á veitingastaðinn MAR í súpu og brauð.

13626593_10153878066187568_3164348698458198288_n-620x620

 

11 – STÍLLINN Á INSTAGRAM: @MELKORKAYRR

Ég datt inn á Instagram aðgang Melkorku Ýrar fyrir tilviljun á dögunum. Norðlenskan ungling sem einhvernveginn er bara meðetta á svo marga vegu. Kynnumst Melkorku – menntskæling og módel með bein í nefinu –

14958471_10154194760572568_761901356_n

10 – FRÁ TOPPI TIL TÁAR

ftttkk-620x541

Jakki/Jacket: 66°Norður/66°North
Bolur/Tshirt: 66°Norður/66°North
Derhúfa/Caps: Norseprojects/Húrra Reykjavík
Úr/Watch: Komono/Húrra Reykjavík
Buxur/Jeans: Nudie / Gallerí 17
Skór: Adidas/Húrra Reykjavík ftttkvk1-620x558

Biker jakki/Biker jacket: Vila
Toppur/Blouse: Lindex
Sólgleraugu/Sunnies: Komono/Húrra Reykjavík
Skór/Shoes: VIC MATIĒ/38 Þrep
Buxur/Jeans: ZARA
Veski: Lindex

 

9 – ÉG ER KOMIN HEIM

God morgon Sverige ! Þó að síðustu dagar hafi verið ansi skrautlegir þá er ég í smá hamingjukasti þegar þetta er skrifað.
Ný vika – nýtt land – nýtt upphaf… enn á ný. Gunni skrifaði undir samning við meistaradeildarliðið IFK Kristianstad og við fjölskyldan fylgjum að sjálfsögðu með.

Hér sit ég á pallinum á nýju heimili okkar fjölskyldunnar í uppáhalds landinu mínu. Mér líður smá eins og ég sé komin heim …

Svona verður morgunútsýnið mitt næstu árin – draumur í dós.

egna-620x775

8 – DRESS

img_8564-620x775

Bolur/Tshirt: 66°Norður, Toppur/Top: &OtherStories (gamall en ofnotaður þessa dagana), Buxur/Pants: Zara, Sokkar/Socks: Oroblu, Skór/Shoes: Bianco, Veski/Handbag: Lindex

 

7 – KOURTNEY KARADASHIAN KLÆDDIST JÖR


Það sem vekur athygli mína er að sjá Kourtney Kardashian klædda í íslenska hönnun (vei!) en svarti silkikjóllinn sem hún klæðist er frá JÖR by Guðmundur Jörundsson. Vel gert JÖR !! Frábært að sjá að íslenskir hönnuðir hafi náð að nýta sér heimsókn þeirra til góða. Svona selur …

335c962300000578-3549729-image-m-92_1461156860254-620x753

Það var hún Andrea okkar á Trendnet sem klæddist sama kjól í tískusýningu hönnuðarins á RFF. Ég man vel eftir því mómenti og þeirri flottu drungalegu sýningu ..

13023617_10208992502352739_862971996_n-620x930

 

6 – ÍSLENSKT VETRARBRÚÐKAUP Í VOUGE

Ég er að huga að brúðkaupsdegi á næsta ári og janúar kemur alveg eins til greina. Þessar myndir sem birtust á vefsíðu Vogue í dag veita mikinn innblástur.

v15 vj

 

5 – DRESS: SUNDBOLUR

Það er greinilegt að við erum margar að leita okkur að sundfatnaði þessa dagana. Takk fyrir póstana kæru konur – eftir að ég birti Instagram mynd frá sumarsælu fyrr í vikunni. Eins og ég svaraði ykkur nokkrum í persónulegri pósti þá er sundbolurinn frá Lindex og var keyptur fyrir stuttu síðan.

13536085_10153837409947568_999927593_n

 

4 – AFTUR Í GÍRINN

Loksins loksins loooksins er ég byrjuð að hreyfa mig aftur eftir barnsburð. Ég er alls ekkert “all in” en ég er allavega byrjuð. Klöppum fyrir því!
Í góðu veðri hef ég tekið létt útiskokk en þess á milli heimsæki ég ræktina (já, eða æfi hér heima.)

img_5599

 

3 – STÍLLINN Á INSTAGRAM: MÓEIÐUR

Móeiður Lárusdóttir er ein af þeim sem veitir manni löngun til að hoppa inná myndirnar á Instagram.
Ég leyfi henni að eiga Stílinn á Instagram að þessu sinni. Að neðan sjáið þið hvers vegna  –

fullsizerender_9

2 – DRESS: BESTU BUXUR

Ég er búin að bíða svo lengi eftir að eignast þessar draumabuxur að ég verð að titla þær sem mínar bestu í fataskápnum þessa dagana. Ég mátaði þær fyrst þegar ég var nýlega orðin ólétt og augljóslega hentaði ekki að kaupa þær á þeim tíma, hefðu aldrei komist upp yfir bumbuna. Þær eru í dag orðnar mínar og ég gæti ekki verið sáttari. Gallabuxur í þessum fallega “gallabuxnabláa” lit, niðurmjóar og passlega háar í mittið – nákvæmlega eins og ég vill hafa það. Bestu buxur ..
img_2848-620x775

1 – LÍFIÐ / LIFE
Skiljanlega var þetta vinsælasti pósturinn í ár – ég deili honum með ykkur í fullri lengd.

Mér ber skylda að setja inn þennan póst áður en ég held lengra á mínum persónulegu nótum á blogginu.

Halló heimur!

Fyrir tveimur vikum varð ég á einni nóttu tveggja barna móðir. Þann 18 janúar hvarf bumban (hmm .. svona nokkurnveginn) og lítill drengur leit dagsins ljós ..
Þetta er sonur minn – Gunnar Manuel Gunnarsson. Drengur sem nú er orðinn hluti af okkar litlu fjölskyldu.

Ég var búin að gleyma að þetta er yndislegasta tilfinning í heimi.

12522994_10153483574982568_7467305960294408268_n
Þessa mynd birti ég á Instagram þegar ég sagði frá litla lífinu .. mér finnst hún falleg fyrir það leiti að hún lýsir nákvæmlega stað og stund.
Þessi heimur er svo stór fyrir litlu krílin að koma í eftir notalega tíma í maga móður síðustu 9 mánuði.

IMG_1563

Fallegur dagur í þýska – 18.01.2016

12552959_10153498979732568_1516407854396388754_nHeima er best!
Hér sjáið þið glitta í babynest sem ég var efins um fyrir fæðingu en hafa síðan verið hin bestu kaup hreiðurgerðarinnar. Það flakkar á milli mismunandi staða á heimilinu og Manuel alltaf öruggur.

IMG_2005Við nutum fyrsta uppáhalds dag vikunnar saman sem fjölskylda í þýska kotinu um nýliðna helgi. Upplifunin var öðruvísi , en betri.

 

 

Takk aftur til ykkar allra. Megum við öll vera besta útgáfan af okkur sjálfum á því nýja!

//

Happy New Year dear you all!
Here you have top12 posts from 2016 – time flies!

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

2016 VAR ANNASAMT ÁR

Skrifa Innlegg